is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21882

Titill: 
  • Eiginleikar starfa: Starfstengdar kröfur sem áskoranir og hindranir
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Vel skipulögð störf hafa lengi verið talin æskileg og til marks um góða stjórnunarhætti þar sem þau tryggja góðan árangur, mikla framleiðni, hagkvæmni í rekstri og sátt fólks í starfi. Innan hvers starfs er að finna fjölda ólíkra starfseiginleika (job characteristics) sem hafa áhrif á starfsfólk með mismunandi hætti. Undir starfseiginleika heyra til að mynda þau fjölbreyttu verkefni eða kröfur sem einkenna ólík störf, félagslegir þætti og ýmis konar starfstengd úrræði (job resources). Með góðum og réttmætum starfseiginleikalíkönum er reynt að skýra hvernig starfseiginleikar hafa áhrif á starfsfólk og starfstengda útkomu. Í þessu verkefni er fjallað um mikilvægi þess að gerðar séu breytingar á því hvernig skýrt er frá áhrifum starfstengdra krafna innan þeirra.
    Samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu eru kröfur í starfi (job demands) allir þeir þættir eða eiginleikar starfa sem krefjast einhvers af fólki eða kalla á að það bregðist við (Bakker og Demerouti, 2007). Kröfur í starfi eru því taldar leiða til heilsuskerðingar og hafa óæskileg áhrif á hegðun starfsmanna og starfstengda útkomu, svo sem framleiðni, viðveru eða starfsmannaveltu (Bakker og Demerouti, 2007).
    Rannsóknir á samband krafna og útkomu hafa þó ítrekað leitt í ljós að það kunni að vera með öðrum hætti en hingað til hefur verið talið og svo virðist sem að um tvo afmarkað flokka starfseiginleika sé að ræða. Fólk lýti ýmist á kröfur í starfi sem áskoranir eða hindranir allt eftir ólíkum eiginleikum og það hafi í för með sér nær gagnstæð áhrif á hegðun og heilsu fólks í starfi og þess vegna á starfstengda útkomu. Sú almenna hugmynd um áhrif krafna og álags í starfi sem stuðist er við í dag tekur þó ekki mið af þessari tvíflokkun. Má því ætla að mismunandi áhrif krafna séu því að mestu dulin í rannsóknum og hagnýtingu fræða á svið mannauðsmála og stjórnunar.
    Í þessari ritgerð er fjallað um stöðu þekkingar á sviði starfsskipulags (job design) með sérstakri áherslu á samband starfseiginleika, sálrænna þátta og starfstengdrar útkomu.
    Í seinni hluta ritgerðarinnar má finna handrit að rannsókn þar sem tengsl starfseiginleika, og sálrænna þátta voru metin á meðal heilbrigðistarfsmanna á Landspítala. í ljós kom að betur fer á því að skýra tengsl starfseiginleika við sálræna þætti með flokkun krafna í áskoranir og hindranir en með hefðbundinni útfærslu þar sem þar sem þær tilheyra einum flokki starfseiginleika.
    Á grunni þessara upplýsingar var ný útfærsla af starfseiginleikalíkani sett fram og það metið með formgerðargreiningu. Í ljós kom að þáttakendur virtust upplifa vinnuálag sem áskoranir í starfi sem jafnframt leiddi til aukinnar virkrar þátttöku(employee/wok engagement) og ætlunar um að hætta í starfi. Hið gagnstæða kom hins vegar fram í sambandi tilfinningakröfu sem þáttakendur litu á sem hindranir og sömu sálrænu þátta.
    Niðurstöðurnar rannsóknarinnar styðja við útkomu fyrri rannsókna og gefa til kynna að rétt sé að skýra áhrif krafna á grundvelli tveggja þátta í stað eins líkt og nú er gert. reynt er að gera gildi niðurstöðunnar skil í hagnýtu og fræðilegu tilliti.

Samþykkt: 
  • 4.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21882


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sniðmát_kápa lokaverkefnis b.pdf655.04 kBOpinnKápaPDFSkoða/Opna
lokaritgerð.loka_ lagfærð eftir á.pdf751.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna