is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21884

Titill: 
  • „Eðlilegt er svo afstætt: Það er ekki eitthvað eitt eðlilegt.“ Reynsla kvenna af eðlilegri fæðingu: Eigindleg fyrirbærafræðileg rannsókn
  • Titill er á ensku „Normalcy is so relative. Normal is not just one specific experience.“ Women´s Experiences of Normal Birth: A Qualitative Phenomenological Research
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verndun eðlilegra fæðinga hefur verið fyrirferðarmikið viðfangsefni innan ljósmóðurfræða síðustu áratugi. Þar er iðulega stillt upp mismunandi sýn læknisfræðinnar og ljósmóðurfræðinnar en sjónum sjaldnar beint að upplifun kvenna sjálfra af eðlilegum fæðingum. Í þessari rannsókn eru konur spurðar um þeirra eigin sýn. Rannsóknarspurningin sem lögð er til grundvallar er: Hver er reynsla kvenna af eðlilegum fæðingum?
    Aðferðarfræði rannsóknarinnar er eigindleg og byggist á viðtölum við tíu konur, fjölbyrjur og frumbyrjur, sem eiga samtals nítján fæðingar að baki. Viðtölin eru greind með fyrirbærafræðilegri aðferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði.
    Við heildargreiningu á fyrirbærinu eðlileg fæðing er unnið úr reynslu allra kvennanna og spunninn sameiginlegur vefur. Undirstöðuþemað við úrvinnslu á sögum kvennanna er Að gera fæðingarreynsluna að sinni eðlilegu fæðingu. Í þeirri ferð er fólgin óvissa, þar sem eðlilegt er að fá hjálp, en ef vel tekst til felast í reynslunni tækifæri til valdeflingar. Auk þess koma í ljós sjö yfirþemu sem áfram eru sameiginlega rakin í undirþemu. Öll hafa þau áhrif innbyrðis á heildarupplifun og lýsingu á fyrirbærinu eðlileg fæðing. Þessi þemu eru eftirfarandi: að hafa stjórn, stuðningur ljósmóður, sameiginlegt verkefni, öryggi og umhverfi, reynsla af sársauka, að taka á móti eigin barni, ekki eðlileg fæðing – þegar fæðingin er ekki lengur í eigin höndum.
    Í skilgreiningum fagfólks á eðlilegri fæðingu hafa andstæðurnar „inngrip“ og „ekki inngrip“ jafnan legið til grundvallar. Í hugum þeirra kvenna sem hér er rætt við er þessi tvískipting hins vegar ekki útgangspunktur eðlilegrar fæðingar. Allar konurnar líta svo á að þær eigi eðlilega fæðingu að baki – jafnvel náttúrulega fæðingu – þrátt fyrir fjölbreytt inngrip og ólíkar fæðingarsögur. Sýn þessara kvenna brýtur á vissan hátt upp hugtakið eðlileg fæðing eins og það hefur hingað til verið skilgreint. Sjónarhorn þeirra styður okkur ljósmæður í að leggja einstaklingsbundnari skilning á mörk hins eðlilega, treysta á innsæisþekkingu og mæta konum á þeirra eigin forsendum í fæðingu.
    Lykilorð: Eðlileg/náttúruleg fæðing, fæðingarreynsla kvenna, umönnun ljósmæðra, fyrirbærafræðileg nálgun.

  • Útdráttur er á ensku

    Protecting normal birth has for a number of decades been a significant preoccupation within midwifery. The contrasting visions of the medico-technical approach and the physio-social midwifery are regularly juxtaposed, but much less space given to what women themselves experience as normal birth. In this research women are asked about their own perceptions. The critical question posed is: What are women´s experiences of normal birth?
    The methodology of the research is qualitative and based on interviews with ten women, both multiparous and primiparous, who have given a total of nineteen births. The interviews are analyzed using the Vancouver School of doing phenomenology.
    When making a comprehensive analysis of the phenomenon of normal birth the women´s experiences are worked through and a collective multi-voice construction of their normal birth designed. The overriding theme which emerges is “Making birth your own normal birth experience.” This journey is laden with uncertainty, where it is normal to get help, but the experience can also be an empowering self-discovery. In addition, seven central themes emerge which are all inter-related, making up a holistic experience of normal birth. These themes are: to be in control, midwife´s support, a joint venture, safety and surroundings, experience of pain, to receive your child, not a normal birth - the birth is out of your hands.
    “Intervention” or “no intervention” into the birth process, which is the critical dichotomy many birth professionals use to define normal birth, is not a central concern in the women´s experiences. All the women interviewed describe their births as normal – even natural – despite there having been varied interventions and different kinds of birth processes at work. Their views critically challenge traditional definitions of normal birth. This supports us midwives in lending more subjective and context specific ingredients to what constitutes normalcy, encourages us to rely on our intuitive knowledge, and to meet women on their own terms in every birth experience.
    Keywords: Normal/natural birth, women´s birth experience, midwifery care, phenomenological approach.

Samþykkt: 
  • 4.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21884


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKAPRENTUN-fyrir skemmu.pdf10.61 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna