is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21885

Titill: 
  • Ferskvatnshumareldi á Íslandi. Efnahagsleg greining
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fiskeldi er vaxandi atvinnugrein á Íslandi. Mikilvægustu tegundir í fiskeldi á Íslandi eru lax, bleikja, regnbogasilungur og þorskur. Hlývatnstegundir eins og tilapía og senegal flúra hafa þó verið í tilraunaeldi á Íslandi. Markmið þessarar ritgerðar er að kanna efnahagslegar forsendur fyrir því að fara í frekari rannsóknir á eldi á hlývatnstegundinni ferskvatnshumri í endurnýtingarkerfi á Íslandi. Enn fremur voru lykilþættir verkefnisins greindir. Fræðilegar heimildir og samstarf við íslensk fyrirtæki voru notuð til að finna forsendur sem voru svo nýttar við útreikninga í þessu verkefni. Niðurstöður verkefnisins eru að eldi með endurnýtingarkerfi á ferskvatnshumarstegundinni Astacus astacus er með neikvætt núvirt heildarvirði upp á rúmlega 270 m.kr. m.v. 15,00% ávöxtunarkröfu og
    árlega framleiðslu um tæp 22 tonn. Verkefnið er með 6,55% innri vexti þrátt fyrir háa framlegð af hverju framleiddu kílógrammi. Þó er líka hægt að horfa á aðra þætti en einungis arðsemi. Vistvænt eldi og fjölbreytileiki í eldistegundum á Íslandi eru þættir sem mætti hafa í huga umfram arðsemi. Fjölbreytileiki er nauðsynlegur til að koma í veg fyrir algjöra stöðnun í fiskeldi á Íslandi ef áföll verða vegna verðhruns eða sjúkdóma eins og fortíð fiskeldis á Íslandi hefur sannað.

Samþykkt: 
  • 4.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21885


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðbjörn Jensson-RETT.pdf1.67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna