is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21889

Titill: 
  • Sýnileiki hótela í Reykjavík í rafrænum heimi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Um 80% erlendra ferðamanna sem heimsækja Ísland nýta sér leitar- og bókunarsíður til að fræðast um landið og bóka gistingu og afþreyingu. Ástæða er til að skoða hvers vegna ferðamenn nýta sér þjónustu erlendra bókunarsíðna t.d. þegar bókuð er gisting frekar en að bóka beint á heimasíðu hótelsins. Í ritgerðinni er fjallað um rannsókn á sýnileika hótela í Reykjavík þegar leitað er eftir hótelgistingu í Reykjavík í gegnum leitarvélina Google með leitarorðunum hotels reykjavik. Rannsóknin var framkvæmd með sýndartengingu frá þeim ellefu löndum sem flestir ferðamenn komu frá til Íslands árið 2014. Niðurstaðan er sú að sýnileika hótelanna í Reykjavík er mjög ábótavant. Erlendu bókunarsíðurnar hafa náð góðum árangri í leitarvélabestun og eru orðnar mjög sýnilegar á internetinu við leit að gistingu í Reykjavík. Þær hafa náð að koma krækjum sínum efst upp á fyrstu síðu leitarniðurstöðunnar. Bóki ferðamaður gistingu á erlendri bókunarsíðu, í stað þess að fara beint inn á heimasíðu hótelsins og bóka þar, þarf hótelið að greiða frá 10% til 30% bókunarþóknun til viðkomandi bókunarþjónustu. Hér er um umtalsverðar fjárhæðir að ræða sem "leka" út úr íslenska hagkerfinu. Ljóst er því að mikil vinna bíður þeirra sem vinna að sölu- og markaðsmálum hótelanna í Reykjavík til að auka sýnileikann á netinu. Einnig þurfa hótelin að huga að nýjum leiðum í markaðssetningu í baráttunni við bókunarsíður um hylli ferðamanna. Þessi vandi hótelanna í Reykjavík er ekkert einsdæmi. Sami vandi blasir við þegar leitað er eftir hótelum í höfuðborgum þeirra tuttugu landa sem flestir ferðamenn heimsækja.

  • Útdráttur er á ensku

    About 80% of foreign tourists visiting Iceland use foreign search and booking sites in order to learn about the country and book accommodation and entertainment. It is necessary to understand why travelers do that rather than to book directly on the hotel's website. The paper focuses on the study of the visibility of hotels in Reykjavik when searching for accommodation in the capital through Google’s search engine with the keywords hotels Reykjavik. The study was conducted by virtual connection from the eleven countries that most tourists came from in Iceland in year of 2014. The results are that the visibility of the hotels in Reykjavik are far from being satisfactory. Foreign booking sites have become highly visible on the Internet to search for accommodation in Reykjavik. They have managed to establish their links at the top of the first page of search results. When a tourist books accommodation on foreign booking sit, instead of going directly to the hotel's website and book there, the hotel must pay from 10% to 30% booking fee. The loss is measured in substantial sums and considered as "leak" out of the Icelandic economy. Much work awaits those who work on sales and marketing, the hotels in Reykjavik in order to increase the visibility online and reach more revenue from bookings directly on the website of the hotels. The hotels also need to consider new ways of marketing in the battle with the booking pages to attract tourists.

Samþykkt: 
  • 5.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21889


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sýnileiki hótela í Reykjavík í rafrænum heimi. Hermann Valsson. 150856-3459.pdf654.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna