is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21900

Titill: 
  • Réttmæti og áreiðanleiki mælinga á vímuefnaneyslu ungs fólks
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Skekkjur í spurningalistarannsóknum eru stórt viðfangsefni og geta þær verið af ýmsum toga og mismunandi eftir því hvernig rannsókn er verið að framkvæma. Erfitt getur verið að koma í veg fyrir þessar skekkjur, en með því að þekkja helstu áhrifavalda þeirra er auðveldara að fækka þeim og fá þannig áreiðanlegri niðurstöður. Rannsóknir í félagsvísindum geta verið vandasamar þar sem erfitt getur verið að rannsaka fólk vegna margbreytilegrar hegðunar eftir stað og stund og einnig er misjafnt hvernig menn túlka niðurstöður í slíkum rannsóknum. Þess vegna skiptir máli hvernig spurningar eru settar fram eða hvernig þær eru hannaðar auk þess sem taka þarf tillit til nokkurra þátta s.s. aldurs og þroska þátttakenda. Miklu skiptir að spurningarnar séu einfaldar og skýrar svo ekki leiki vafi á því að þær skiljist örugglega. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar til þess að kanna og fylgjast með vímuefnanotkun ungmenna. Rannsóknin European School survey Projects on Alcohol and Other Drugs (ESPAD) hefur síðan 1995 verið lögð fyrir evrópsk ungmenni á fjögurra ára fresti til að kanna neyslu þeirra á löglegum og ólöglegum vímuefnum. Þátttökulöndin eru nú um 40 talsins og vegna umfangs hennar verður að gera ráð fyrir að sýna þurfi fram á réttmæti svara og að rannsóknin mæli það sem hún á að mæla. Haustið 2013 var lögð fyrir réttmætiskönnun á ESPAD vímuefnarannsókninni í fimm Evrópulöndum og var Ísland þar á meðal. Þessi könnun var lögð fyirr nemendur í 10. bekk í sex grunnskólum á Akureyri og var bæði um staðlaðan spurningalista að ræða ásamt því að hver þátttakandi var boðaður í viðtal. Tilgangur þessarar könnunar var að grafast fyrir um réttmæti svara við spurningum listans ásamt því að kanna skilning þátttakendana á innihaldi spurninganna. Í þessu verkefni voru skoðuð svör þátttakenda við hversu hreinskilnislega þeir töldu sig svara ákveðnum spurningum á listanum er vörðuðu notkun á vímuefnum og einnig var litið til þess hversu margir neyttu áfengis, tóbaks og kannabisefna. Einnig var reynt að varpa ljósi á hvort réttmæti sé í rannsóknum á borð við ESPAD rannsóknina og benda niðurstöður á að svo hafi verið.

  • Útdráttur er á ensku

    Errors in questionnaire research is a big subject and they can be of various types depending on what kind of study is being performed. It may be difficult to prevent these errors, but by recognizing the main causal factors it is easier to reduce them, and increase the reliability.
    Research in social sciences can be problematic, as it can be difficult to investigate people because of complex variable behavior, by time and place, and the interpretation of the results of such research may vary.Therefore it matters, how questions are presented and how they are
    designed, as well as to take into consideration several factors such as age and maturity of the participants. It is important that the questions are simple and clear so there is no doubt that they are definitely understood. Various studies have been conducted to investigate and
    monitor drug abuse among youth. The study European School Survey Projects on Alcohol and Other Drugs (ESPAD) has since 1995 been submitted for European youth every four years, to examine their consumption of legal and illegal drugs. The participating countries are
    now around 40, and because the extensiveness of the study it has to be assumed, that the answers validity has to be confirmed and that it measures what it is designed to measure. In the autumn of 2013 a survey of validity of the ESPAD drug study was submitted in five European countries, including Iceland. This survey was submitted to 10th grade students in six primary schools in Akureyri, it was both a standardized questionnaire as well as an interview with each participant. The purpose of this survey was to find out the validity of the answers to the questionnaires, as well as to explore the understanding of the content of the questions. In this projectpaper, the responses of the participants were examined. How honest they thought their answers were to certain questions on the list, relating to the use of drugs. The
    number of students who were consuming alcohol, tobacco and cannabis was also observed. Clarification of the validity of a research such as the ESPAD study was tried, and the results indicate that the validity was high.

Samþykkt: 
  • 8.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21900


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni til BA-prófs.pdf661.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna