is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21902

Titill: 
  • Sérhæfð lífslokameðferð á bráðalegudeild : viðhorf, reynsla og ánægja aðstandenda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur rannsóknar: Almennt er talið að bráðalegudeildir séu ekki til þess fallnar að veita sérhæfða lífslokameðferð. Ein líknardeild er rekin á Íslandi, það er því staðreynd að umönnun deyjandi sjúklinga fer fram á bráðalegudeildum.
    Tilgangur rannsóknarinnar: Könnuð voru viðhorf, reynsla og ánægja aðstandenda af sérhæfðri lífslokameðferð á bráðalegudeild til að fá innsýn í mögulegar hindranir og hvað mætti gera betur til þess að bæta þjónustuna.
    Aðferðafræði: Eigindleg rannsóknaraðferð var valin og gagna aflað með viðtölum. Þátttakendur voru 15 aðstandendur af einni bráðalegudeild á Íslandi. Viðtölin voru öll greind í yfir og undirþemu. Textinn var flokkaður samkvæmt innihaldi hverju sinni, tilvitnanir sem lýstu sameiginlegri merkingu á fyrirbærinu voru teknar saman og þeim gefið nafn. Að endingu var kjarninn í lýsingu þátttakenda á viðhorfum og reynslu af sérhæfðri lífslokameðferð á bráðalegudeild sameinað í eitt meginþema.
    Niðurstöður: Niðurstöður voru settar fram í fjórum megin þemum: Áhrif umhverfis á gæði þjónustu með undirþemun: Þörf fyrir næði og erill, aðstaða fyrir aðstandendur og viðleitni starfsfólks; Samskipti í lífslokameðferð með undirþemun: Að vera til staðar og utanumhald, festa, rammi og fagleg vinnubrögð; Einkennabyrði sjúklings á líðan aðstandenda með undirþemun: Hjálparleysi og upplýsingar og fagmennska; Uppfylling þarfa með undirþemun: Kveðjustund, að deyja með reisn og eftirfylgd. Innihald og merking allra þema voru sameinuð í kjarnaþemað: Að upplifa vellíðan ástvinar, öryggi og stuðning, áhersla á festu, ramma og fagleg vinnubrögð í hlýju og rólegu umhverfi.
    Ályktun: Sérhæfð lífslokameðferð er og mun verða veitt á bráðalegudeildum um ókomna framtíð. Mikilvægt er að viðhalda og bæta gæði lífslokameðferðar með frekari þróun og eflingu innan þjónustunnar með sérstakri áherslu á umhverfisþætti og samskiptafærni heilbrigðisstarfsfólks.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Acute hospital settings are generally not concidered adequate places for specialized end-of-life care. There is only one Hospice operating in Iceland so it is a fact that end-of-life care is practised in acute setting.
    Aim: The aim was to investigate relatives attitudes, experiences and satisfaction with specialized end-of-life care in acute hospital setting to gain insight into possible hindrances, and therefore, how to improve the service.
    Methodology: Qualitative approach was applied and data gathered through interviews. The sample consisted of 15 relatives from one acute hospital setting in Iceland. The interviews were all analyzed into themes and subthemes. The text was categorized according to the content, similar quotations describing the phenomenon were condenced and labelled accordingly. Finally the core of the participants´ descriptions of attitudes and experiences of specialized end-of-life care in acute hospital setting were summarised into the main theme.
    Results: Four main themes were identified: Environmental influences on quality of care with the sub themes: Need for privacy and commotion, relatives facilities and positive efforts from health care professionals; Communication in end-of-life care with the sub themes: Being there for you and management, stability and professional confidence; Impact of symptom burden on the family with the sub themes: Helplessness and informations and professionalism; Fulfillment of needs with the sub themes: Saying good bye, dying with dignity and follow-up bereavement support. The content and meaning of all things was summarised into the core theme: To experience well-being of the loved one, security and support, emphasis on stability and professional confidence in a friendly and quiet environment.
    Conclusions: Specialized end-of-life care is and will be practised in hospital settings in unforseeable future. It is important to maintain and improve the quality og end-of-life care by further development and empowerment within the practice with emphasis on environmental factors and health care proffessionals communication skills.

Samþykkt: 
  • 8.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21902


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Svala Berglind endanlegt.pdf670.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna