is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21917

Titill: 
  • Samverustundir í leikskóla : lestur, sögur og samræður
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um samverustundir í leikskólum, hvað einkennir þær og hvernig kennarar undirbúa, líta á og vinna með þessar stundir. Greint er frá hugmyndum fræðimanna um heildstætt leikskólastarf og skoðaðar rannsóknarniðurstöður varðandi ávinning lestrar, mikilvægi orðaforða og sögustunda. Einnig er rætt um áherslur aðalnámskrár varðandi lestur, sögur og samræður. Vinnulag kennara er skoðað með tilliti til þess hvernig þeir geta stuðlað að samræðum og aukið orðaforða barna en einnig hvernig mikil kennarastýring hefur áhrif á tjáningu barna og flæði samræðna. Sagt er frá vinnu við hönnun spurningalista sem sendur var til 167 deildarstjóra í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknarniðurstöður gefa til kynna að á langflestum deildum sem rannsóknin nær til eru samverustundir hluti af dagskipulagi leikskóla og meirihluti barna tekur þátt í fleiri en einni samverustund á dag. Söngur reyndist algengasta viðfangsefnið í samverustundum og lesið var fyrir tæp 70% barna á hverjum degi. Sjaldgæft var hins vegar að saga væri sögð af munni fram á hverjum degi og á tæpum fjórðungi þeirra deilda sem rannsóknin náði til hafði aldrei verið sögð saga af munni fram í tvær vikur að undangenginni könnuninni. Um almennt vinnulag í samverustundum virtust þátttakendur fremur sammála. Meirihluti þeirra taldi sig breyta vinnulagi sínu eftir fjölda barna í samverustund, nýta hluta þeirra í samræður og aðstoða börnin við að tala til skiptis. Þátttakendur töldu mikilvægasta einkenni samverustundar að hún væri notaleg og afslöppuð, þó töldu 95% þátttakenda það eiga vel við vinnulag sitt í samverustundum að þeir útskýrðu eftir þörfum til hvers væri ætlast af börnunum varðandi hegðun.Val á bókum til að lesa fyrir börnin var að hluta til ígrundað en einnig var algengt að kennari gripi bók úr hillu á leið í samverustund. Heildarniðurstöður benda til að ómarkvisst sé unnið að málskilningi og auknum orðaforða barna í samverustundum.

  • Útdráttur er á ensku

    The essay is about shared time periods in child care centers, what characterizes them and how teachers prepare, view, and make use of these periods. The emphasis of the Icelandic national educational curriculum concerning reading, stories and dialogue is discussed. Teachers’ work practices are reviewed with respect to how they can facilitate dialogue and increase children’s vocabulary but also how extensive teacher intervention affects children’s expression and the flow of dialogue. Questionnaire was sent to 167 administrators in child care centers in the larger Reykjavik metropolitan area. The results of the study indicate that shared time periods are part of the daily routine of child care rooms in the vast majority of those under study, and that the majority of children participate in more than one shared time period per day. Singing turned out to be the most common activity in the shared time periods, and stories were read for 70% of children daily. It was however rare that a story was improvised orally every day, and in the case of just under a quarter of the rooms studied a story had never been improvised orally for the last two weeks before the study. The majority of participants believed themselves to change their work practices in relation to the number of children in the shared time period, to use part of them for dialogue and to aide the children in taking turns to speak. Participants felt that the most important characteristic of the shared time period was for it to be cozy and relaxed. Nevertheless, 95% of participants thought it compatible with their work practices in shared time periods to explain, as needed, the behaviors required from children. The choice of books to be read for the children was partly premeditated but it was also common that a teacher would grab a book from the shelve on his/her way to the shared time period. The total results indicate that efforts towards more verbal understanding and increased vocabulary are unfocused.

Samþykkt: 
  • 8.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21917


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
NannaMarteinsdottir_M_ed_ritgerd_kdHA.pdf1.6 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna