is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21926

Titill: 
  • Hækkandi barneignaraldur og framköllun fæðinga. Fræðileg samantekt
  • Titill er á ensku Advance maternal age and induction of labour. Literature review
Útdráttur: 
  • Barneignaraldur hefur farið hækkandi í þróuðum löndum síðustu áratugi. Hækkaður aldur kvenna á meðgöngu hefur verið tengdur við aukna tíðni meðgöngukvilla, sjúkdóma og verri útkomu fæðingar. Víða hafa verið settar fram vinnureglur um framköllun fæðingar til þess að bæta útkomu fæðingar meðal eldri kvenna. Framköllun fæðingar er mikið inngrip í eðlilegt fæðingarferli og hefur verið tengt við ýmsa fylgikvilla, því er mikilvægt að skoða ávinning þess vel.
    Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að kanna áhrif hækkandi aldurs kvenna á meðgöngu og útkomu fæðingar. Lögð var áhersla á rannsóknir birtar á árunum 2005 til 2015. Einnig var leitast við að kanna ávinning af framköllun fæðingar meðal eldri kvenna og hvenær hún ætti að fara fram.
    Helstu niðurstöður eru að hækkaður aldur kvenna á meðgöngu tengist aukinni tíðni háþrýstings, sykursýki, meðgöngueitrunar, áhaldafæðingar, keisaraskurðs og andvana fæðingar. Aukin meðgöngulengd er talin tengjast hlutfallslega fleiri andvana fæðingum. Eldri konur á meðgöngu eru konur 35 ára og eldri en áhrif aldurs á meðgöngu og fæðingu er mest hjá 40 ára og eldri. Framköllun fæðingar virðist réttlætanlegt við 39-40 vikna meðgöngu hjá konum 40 ára og eldri. Niðurstöður eru byggðar á rannsóknum um efnisval en þó skal árétta að þörf er á frekari rannsóknum. Mikilvægt er að ljósmæður og annað heilbrigðisfagfólk veiti ungum konum fræðslu um ákvörðun um barneign og hvaða áhrif frestun barneigna getur haft á útkomu fæðinga og heilsu móður og barns.
    Lykilorð: Hækkandi barneignaraldur, meðganga, útkoma fæðingar, framköllun fæðingar.

  • Útdráttur er á ensku

    Childbearing age has been rising in developed countries in recent decades. Higher pregnancy age of women has been linked to increased frequency of pregnancy complications, disease and adverse outcome of deliveries. To address these complications, many have put procedures in place regarding induced labor for older women in order to improve the outcome of their birth. Inducing labor is a big intervention in the natural birth process and has been associated with various complications andtherefore it is important to consider the benefits closely.
    The purpose of this literature review is to examine the effect of advanced maternal age for women during pregnancy and birth outcomes. Emphasis was placed on studies published from 2005 to 2015. This literature review also looks into the benefits of induced labor among older women, and under what conditions it should be carried out.
    The results show that advanced maternal age is linked to increased frequency of hypertension, diabetes, preeclampsia, instrumental delivery, cesarean section and stillbirth. Risk of stillbirth is considered to be greater with increasing gestational age. Older women during pregnancy are women aged 35 and older, but the effect of age on pregnancy and birth is highest among women 40 years and older. It is considered justified to induce labor for women 40 years and older in the 39th to 40th week of pregnancy. Results take into account the research available on this topic, but it should also be noted that there is a need for further research on the subject. It is important that midwives and other health care professionals give young women education regarding the decision of childbirth and what effect the postponement of childbirth can have on the outcome of births and the health of mother and child.
    Keywords: advance maternal age, maternal age, pregnancy, outcome of birth, induction of labor.

Samþykkt: 
  • 8.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21926


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga Valgerður..pdf682.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna