is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21932

Titill: 
  • Líðan og lífsgæði fólks sem glímir við þunglyndi : breytingar frá innlögn til útskriftar á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Þunglyndi veldur þjáningum og skerðir lífsgæði. Á Sjúkrahúsi
    Akureyrar (SAk) er rekin legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegar
    geðraskanir, þar með talið þunglyndi. Meðferðarmarkmið eru að bæta líðan, efla sjálfshjálp og bæta lífsgæði. Þunglyndi hefur áhrif á fjölskyldur hinna veiku en fjölskyldustuðningur bíður innleiðingar á deildinni.
    Markmið: Að rannsaka breytingar á þunglyndi, kvíða, streitu og
    heilsutengdum lífsgæðum vegna innlagnar við alvarlegu þunglyndi á
    geðdeild SAk og hvort kvíðastig við innlögn, kyn, eða tími frá
    sjúkdómsgreiningu hefði áhrif þar á. Einnig að kanna hvort og þá hve mikið fjölskyldustuðnings gætti í meðferðinni.
    Aðferð: Lýsandi rannsókn með mælingum við innlögn og útskrift.
    Þunglyndi, kvíði og streita voru mæld með DASS (Depression Anxiety Stress Scale) og heilsutengd lífsgæði með HL-prófinu (íslenskum lífsgæðakvarða) við innlögn og útskrift, en fjölskyldustuðningur var eingöngu mældur við útskrift, með ICE-FPSQ-kvarðanum (Stuðningur og fræðsla við fjölskyldur). Úrtakið var allir sem lögðust inn á deildina vegna þunglyndis á 12 mánaða tímabili.
    Niðurstöður: Þátttakendur voru 65 (42 konur) af 73 mögulegum (89%
    svörun), meðalaldur 36,25 (±15,32). Þunglyndi minnkaði um 18,8 (±11,22)
    stig, kvíði um 10,57 (± 8,81) stig og streita um 14,54 (±9,62) stig, en
    heilsutengd lífsgæði hækkuðu um 14,4 (± 10,32), p < 0,001 fyrir allar
    breytingar. Mjög alvarlegur kvíði við innlögn lengdi dvölina um 4,62 (± 1,7) daga (p = 0,025). Bati var hvorki háður kyni né tíma frá sjúkdómsgreiningu, en konur höfðu meiri kvíða og streitu við innlögn en karlar (p < 0,01) og heilsutengd lífsgæði karla mældust lægri en kvenna bæði við innlögn og útskrift (p < 0,01). Fjölskyldustuðningur mældist 39,92 (±14,56) stig, af 70 mögulegum.
    Ályktanir: Líðan og lífsgæði sjúklinga með alvarlegt þunglyndi mælast
    marktækt betri við útskrift en innlögn á geðdeild SAk. Mælingar sýna mjög alvarleg veikindi við innlögn og heilsutengd lífsgæði sjúklinganna eru verulega skert, einkum karla. Fjölskyldustuðnings gætir allnokkuð.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Depression causes suffering and poor quality of life. Akureyri Hospital (SAk) offers specialist care of patients with serious psychiatric disorders, such as major depression. The inpatient treatment objective is to increase wellness, empowerment and quality of life. Depression affects the patients’ families, but specialized family support awaits implementation at the ward.
    Aim: To observe changes in depression, anxiety, stress and health-related quality of life from admittance to discharge in patients with severe depression at the psychiatric ward at SAk and examine if anxiety at admittance, gender, or time from diagnosis affected prognosis. Furthermore investigate the extent of patient-perceived family support.
    Method: A descriptive study with measures at admittance and discharge.
    Depression, anxiety and stress where measured with DASS (Depression
    Anxiety Stress Scale) and health-related quality of life by the IQL (The
    Icelandic quality of life scale). Family support was measured only at
    discharge, using the ICE-FPSQ (Icelandic Family Perceived Support
    Questionnaire). Patients admitted with depression during a period of 12
    months were consecutively invited to participate.
    Results: Participants were 65 (42 women) out of 73 (89% response), average age 36,25 (±15,32). Depression decreased by 18,8 (±11,22) points, anxiety by 10,57 (± 8,81) points, stress by 14,54 (±9,62) and health-related quality of life increased 14,4 (± 10,32) points, p < 0,001 for all variables. Morbid anxiety at admittance increased the hospitalization staying around 4,62 (± 1,7) days (p = 0,025). Improvements were not affected by gender or time from diagnosis. Women showed more anxiety and stress at admittance than men (p < 0,01). Health-related quality of life was lower for men than women
    both at admittance and dishcharge (p < 0,01). Family support mesured 39,92 (±14,56) points out of 70.
    Conclusion: Patients’ with severe depression improve significantly in
    wellness and health-related quality of life during inpatient stay at the
    psychiatric ward at SAk. Measures show serious illness at admittance and
    quality of life is severely impaired, especially in men. Family support can be improved.

Styrktaraðili: 
  • Sjúkrahúsið á Akureyri
    Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 1.6.2017.
Samþykkt: 
  • 9.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21932


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf147.91 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Fylgiskjöl.pdf709.64 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf349.48 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Meistaraverkefni geðdeild SAk.pdf1.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna