is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21936

Titill: 
  • „Þeir eldri finna til sín“ : rannsókn á samkennslu árganga í stærðfræði á miðstigi
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi byggir á fræðilegri umfjöllun og rannsókn á viðhorfi til stærðfræðináms og stærðfræðikennslu þar sem samkennsla árganga er við lýði. Rannsóknin er tvíþætt. Annars vegar er hún megindleg en þar er afstaða nemenda á miðstigi til náms í stærðfræði skoðuð. Spurningalisti var lagður fyrir 142 nemendur sem fá kennslu í stærðfræði þvert á árganga. Hins vegar er leitast við að draga fram sjónarmið kennara í eigindlegri rannsókn á hinum ýmsu þáttum sem tengjast samkennslu árganga í stærðfræði. Þessir þættir eru meðal annars teymisvinna, stærðfræðikennsla og samkennsla. Tekið var viðtal við fimm kennara í tveimur skólum þar sem stærðfræði er kennd þvert á árganga.
    Niðurstaða rannsóknarinnar er e.t.v. ekki svo afgerandi en efla þarf kennaramenntun í nýjum kennsluháttum sem eru að ryðja sér til rúms og þar má sérstaklega nefna samkennslu þvert á árganga. Þeir kennarar sem talað var við eru ófeimnir við að lýsa ánægju sinni með samkennslu og sér í lagi teymisvinnu kennara en nemendur eru ekki eins afdráttarlausir í sinni skoðun á ágæti samkennslunnar. Nemendum er flestum sama um námshópinn þó fleiri telji það frekar betra en verra að vinna í blönduðum aldurshópi.
    Samkvæmt rannsóknum á viðfangsefninu er engin einhliða niðurstaða um það hvort samkennsla árganga þjóni hagsmunum nemenda fremur en hefðbundin bekkjarkennsla. Það hefur í för með sér nokkurn félagslegan ávinning eins og niðurstöður eldri rannsókna gefa til kynna en skilar sér ekki í betri námsárangri. Undir það taka þeir kennarar sem rætt var við. Kennarar eru flestir sammála því að samkennslan geti eflt sjálfstraust nemenda. Þá tala þeir um kosti þess að vinna saman í teymum og að námsefni sé fjölbreytt

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is based on a theoretical review and study of attitudes towards mathematics education and mathematics teaching as multigrade. The study is twofold. On the one hand it is quantitative, where the attitude of students 10-12 years of age towards studying mathematics is examined. A questionnaire was answered by 142 students in multigrade classrooms. On the other hand, it is an attempt to elicit the views of teachers in the qualitative study of the various aspects related to multigrade math teaching. These factors include teamwork, math and multigrade. Interviews were conducted with five teachers in two schools where mathematics is taught across cohorts. Five teachers from two different schools where mathematics is taught across cohorts were interviewed. The results of these studies are perhaps not so decisive but indicate the need of strengthening teachers' training as regards new methods such as multiage teaching. The teachers that were interviewed were not afraid to declare their satisfaction with multigrade teaching and in particular teachers teamwork but students are not as conclusive in their opinions on the quality of the multigrade classroom. Most of the students do not have an opinion on the study group but the majority of those who have an opinion believes that working in mixed age groups is beneficial to them. According to research on the subject it can not be concluded with certainity that the multigrade method is in the interest of students rather than the traditional classroom instruction. As previous studies suggest, it has resulted in some social benefits but has not lead to better academic performance. The teachers interviewed confirm this. They are unanimous that the multigrade classroom is suitable to enhance the confidence of students. They also agree that working together in teams is beneficial to them and adds to the variety of the materials used in the classrooms.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 17.11.2050.
Samþykkt: 
  • 9.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21936


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BjörnBjörnsson_med_ha.pdf882.75 kBLokaður til...17.11.2050HeildartextiPDF