is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21942

Titill: 
  • Aðlögun innflytjendabarna : upplifun umsjónarkennara og hlutverk í aðlögun nemenda að grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni rannsóknarinnar sem lýst er í þessari ritgerð er aðlögun innflytjendabarna að grunnskóla og hlutverk umsjónarkennara í því samhengi. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvernig aðlögunin fer fram og hvernig umsjónarkennarar upplifa sitt hlutverk í aðlögunarferlinu. Rannsóknin er eigindleg og byggist á hálfstöðluðum viðtölum við íslenska og danska umsjónarkennara og kennsluráðgjafa í hvoru landi. Við val á þátttakendum var notast við markmiðsúrtak (e. purpose sampling) og valdir voru þátttakendur sem höfðu innflytjendabarn í sínum umsjónarbekk. Tekin voru viðtöl við fjóra umsjónarkennara, kennsluráðgjafa og „kontaktlærer“ (tengiliður við móttökubekk). Kennsluráðgjafi og „kontaktlærer“ sérhæfa sig í kennslu innflytjendabarna og aðlögun þeirra. Tekin voru þrjú viðtöl á Íslandi og þrjú í Danmörku. Áhersla er lögð á íslensku gögnin en notast er við dönsku gögnin til að fá innsýn í það hvernig aðlögun er háttað á meðal danskra kennara.
    Niðurstöður gáfu til kynna að reynsla umsjónarkennara hafði áhrif á aðlögun nemenda og að í grunnskólanum sem til rannsóknar var á Íslandi hefðu umsjónarkennarar ekki treyst sér í þetta verkefni án hjálpar kennsluráðgjafa. Dönsku gögnin gefa ákveðna innsýn í hversu margslungið verkefni það er að taka á móti innflytjendabörnum. Þau gögn hjálpa til þess að átta sig á hvað er mikilvægt í aðlögun grunnskólabarna að skólakerfinu. Niðurstöður gefa til kynna að það þurfi að veita kennurum meiri stuðning, tíma og aðstoð við aðlögunina. Niðurstöður sýna einnig að kennarar sem hafa fengið menntun í fjölmenningarlegri kennslu eru öruggari og eiga auðveldara með að takast á við öll þau verkefni sem fylgja aðlögun innflytjendabarna.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this research is to investigate how well immigrant children are adapting to the elementary school system and the role of the classroom teacher in that process. The purpose is to assess how the adaptation process is conducted and how the classroom teachers view their role in the process. This is a qualitative research based upon semi-standard interviews with classroom teachers and guidance counsellors. The method of purpose sampling was used when selecting candidates. The participants all had an immigrant child or immigrant children in their class. Four classroom teachers, guidance counsellors and “kontaktlærer” (contact persons for immigrant children) were interviewed. The guidance counsellor and the “kontaktlærer” specialize in the adaptation process and teaching of immigrant children. Three interviews were conducted in Iceland and three in Denmark. Emphasis is put on the Icelandic data and the Danish data is used to compare how the adaptation process is carried out by Danish teachers.
    The findings indicate that classroom teachers’ experience was a factor and that in Iceland the classroom teachers were not ready to take on such a task if they did not have the support of a guidance counsellor. The Danish data provided some insight into how complex this task really is, i.e. the adaptation of immigrant children into the school system. The data also points out the important elements in the adaptation process. The results show that more support, time and help are needed for the teachers. Also, those teachers who have received training in multicultural education are more able to meet the challenges of adapting immigrant children into the school system.

Samþykkt: 
  • 9.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21942


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPR0230_HarpaFridriksdottir_V2015.pdf669.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna