is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21947

Titill: 
  • Arðsemi hliðarafurða í sjófrystingu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er skoðað hvort arðsemi sé fólgin í því að koma með hliðarafurðir (hausa, hryggi, lifur o.fl.) að landi úr nýju frystiskipi (Mark) German Seafrozen Fish. Fjallað er um helstu vinnsluleiðir afurða um borð í frystiskipum, hliðarafurðir, nýtingu, búnað til vinnslu, frystingu, þurrkun, laun og verkfyrirkomulag. Einnig er fjallað um þær vinnsluleiðir sem koma til greina við vinnslu á hliðarafurðum um borð í Mark og þær forsendur sem liggja að baki arðsemisútreikningum verkefnisins. Útreikningarnir eru byggðir á niðurstöðum spurningakannana sem sendar voru einstaklingum sem starfa eða þjónusta í íslenskum og erlendum sjávarútvegi. Þær vinnsluleiðir sem greindar eru í verkefninu eru:
    •Vinnsluleið 1: Frysta alla hausa, þorsklifur og þorskhryggi.
    •Vinnsluleið 2: Fjárfesting í Mesa 957 vél og frysting hliðarafurða.
    •Vinnsluleið 3: Fjárfesting í Mesa 900 vél og frysting hliðarafurða.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að frystiskipið Mark býr yfir nægri burðar- og frystigetu til þess að vinna hliðarafurðir úr sínum afla á arðbæran hátt. Töluvert magn karfahausa er hægt að frysta úr afla úr Grænlandshafi til sölu í krabbabeitu í Bandaríkjunum og Kanada. Slík vinnsla myndi skila sér í hagnaði til útgerðar og áhafnar og um leið fullnýta lestarpláss skipsins. Nýting þorskhausa og þorskhryggja úr afla úr Barentshafi myndi einnig skila sér í hagnaði til útgerðar og áhafnar. Mögulegt er að auka verðmæti hausanna með fjárfestingu í Mesa 957 hausavél en slíkt þyrfti að vinna í samstarfi við kaupendur þar sem engin reynsla er komin á vélina og þær afurðir sem úr henni koma. Ávinningur af nýtingu ufsa- og ýsuhausa er ekki nægilegur til þess að ráðast í frystingu slíkra afurða og koma með í land. Ekki er raunhæft að nýta þorsklifur í frystiskipinu vegna núverandi tækjabúnaðar, smithættu og tímafrekra þrifa.
    Lykilorð: Hliðarafurðir, frystiskip, sjófrysting, vinnsluaðferðir, búnaður og kostnaður

  • Útdráttur er á ensku

    This project explores the profitability associated with producing by-products (fish heads, backbone, liver and more) associated with fish factory ships; in this case, the specific example of the German-owned frozen fish processing ship Mark is analysed. The analysis covers the main processing methods employed on board the vessel, the associated by-products, how much of the fish can be economically utilised, the use of equipments, the freezing and drying process, salaries, and organisational processes. In addition, the methods used to process by-products and the assumptions behind the yield calculations are discussed. These calculations are based on results obtained from questionnaires answered by individuals working in the Icelandic and other fishing industries. The processing methods that are analyzed are:
    •Processing method 1: All heads, cod liver, and cod backbone frozen.
    •Processing method 2: Investment in Mesa 957 machine and freezing of by-products.
    •Processing method 3: Investment in Mesa 900 machine and freezing of by-products.
    The main result is that freezer trawler Mark possesses enough loading and freezing capacity to process and store by-products from its catch on board. It is possible to process ocean perch-heads in commercially viable quantities to sell as crab-bait in USA and Canada. This would generate profit both to the fishing company that ownes Mark and the crew members. Utilisation of North Atlantic cod heads and backbone is profitable for both the fishing company and its crew members. Additionally, it is possible to increase the value of the cod heads processing by investing in the Mesa 957 machine but it will be necessary to cooperate with the buyers as there is no precedent for using this machine and marketing the output that it produces. The costs associated with the freezing and landing of pollock or haddock-heads would mean that commercial benefits are not likely to be profitable. Also, it is not realistic to process cod liver on board Mark because of the danger of bacterial contamination and the time-consuming nature of having to clean the machinery.
    Key words: By-products, freezer trawler, frozen at sea, processing methods, equipment and expenses.

Athugasemdir: 
  • Verkefni er lokað til 5.5.2020.
Samþykkt: 
  • 9.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21947


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arðsemi hliðarafurða í sjófrystingu.pdf1.83 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna