is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21949

Titill: 
  • Hreinsun og nýting affallsvatns frá Silfurstjörnunni hf.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fiskeldi hefur aukist mikið seinustu á árum og margt sem bendir til þess að það eigi eftir að aukast ennfrekar á næstu árum. Við fiskeldi fellur til úrgangur, rétt eins og við ræktun annarra dýra, en næringarefni eru í úrgangnum, aðallega fosfór og köfnunarefni.
    Silfurstjarnan er lax- og bleikjueldisstöð staðsett í Öxarfirði. Til þess að hindra losun á úrgangi frá stöðinni rennur affallsvatnið í settjörn en þar safnast úrgangurinn saman og myndar seyru. Tæma þarf tjörnina eftir þörfum þegar hún fyllist en tjörnin hefur aðeins einu sinni verið tæmd og var þá seyran urðuð innan lóðar Silfurstjörnunnar með samþykki Umhverfisstofnunar. Ef tæma ætti tjörnina reglulega þyrfti annað hvort að urða seyruna á viðurkenndu urðunarsvæði við Kópasker eða dreifa henni á örfoka land eins og t.d. á Hólssand. Báðar lausnir eru afar kostnaðarsamar og því vilja forsvarsmenn fyrirtækisins leita annarra leiða og nýta seyruna. Vegna næringarefna í seyrunni væri tilvalið að nýta hana sem áburð á tún en helstu næringarefna þarfir túna eru köfnunarefni, fosfór og kalí. Við núverandi aðstæður renna 1.100 l/s af vatni í gegnum Silfurstjörnuna og útreiknað magn uppleystra agna er 8,36 mg/l. Þetta er hlutfallslega lítið af úrgangi í miklu vatni og því þyrfti að hreinsa agnirnar í burtu úr vatninu og safna þeim saman ef nýta á úrganginn.
    Í þessu verkefni voru mögulegar leiðir athugaðar til þess að hreinsa affallið frá Silfurstjörnunni og safna tilfallandi úrgangi. Kostnaður við kaup á búnaði og tækjum var fundinn og mögulegur hagnaður af sölu seyru. Reiknuð voru tvö tilvik en í fyrra tilfellinu yrði notast við tromlusíur, settanka og steypt kar en með þeim hætti myndast um 3.100 tonn af seyru á ári með 6% þurrefnainnihald og sem inniheldur 0,79 g/kg fosfór og 1,57 g/kg köfnunarefni. Í seinna tilfellinu væri notast við svokallaðan geotube poka en með þeim safnast um 1.600 tonn af seyru á ári með 15% þurrefnainnihald og sem inniheldur 1,77 g/kg fosfór og 3,54 g/kg köfnunarefni. Í ljós kom að í hvorugu tilvikinu væri hagnaður á sölu seyru.

  • Útdráttur er á ensku

    Silfurstjarnan is a salmon and arctic charr aquaculture farm located in Öxarfjörður, North East Iceland. The wastewater from the farm flows through a settling basin in order to prevent discharge of waste into the environment. The waste in the settling basin forms a sludge and it needs to be emptied when it is filled up. The options for the producers are either to dispose of it in a burying site at Kópasker or spread on a land called Hólssand. Both options are expensive and alternative solutions are sought. The sludge holds some nutrients, mainly nitrogen and phosphorus, and is therefore ideal to use as fertilizer on grassland where the main nutrient needs are nitrogen, phosphorus and potassium.
    To be able to use sludge as a fertilizer it needs to be in a suitable form. In this work two ways to collect sludge are explored and analysed with respect to profitability. The first option is to use a drumfilter and a settling tank and the second one to use a geotube bag. Neither option showed profitability.

Samþykkt: 
  • 9.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21949


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hreinsun og nýting affallsvatns úr Silfutstjörnunni hf.pdf2.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna