is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21966

Titill: 
  • Viðhorf háskólanema til misnotkunar á lyfseðilsskyldum lyfjum í þeim tilgangi að auka hugræna getu við lærdóm
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn fjallar um viðhorf háskólanema á misnotkun nemenda á lyfseðilsskyldum lyfjum til að auka hugræna getu við lærdóm. Í ljósi þess hversu algeng misnotkun á þeim er í þessum tilgangi er æskilegt að beina rannsóknum að því finna mögulegar orsakir notkunarinnar og þær afleiðingar sem verða í kjölfar hennar. Farið er yfir helstu lyf sem þekkt eru til misnotkunar við slíkar aðstæður þar með talin metýlfenídat (Rítalín og Concerta) sem notað er sem lyfjameðferð við ADHD og modafinil (Provigil) sem notað er í meðferðum við drómasýki. Einnig er farið nánar yfir lögleg örvandi efni sem eru þekkt til neyslu við lærdóm eða í prófatíð, eins og koffín og nikótín. Talið er að nemendur kjósi að misnota viðkomandi lyf til að auka einbeitingu, athygli og virkni við prófalestur og til að draga úr þreytu og veita einstaklingi meiri orku til að læra til lengri tíma. Einnig hefur verið horft á það sem leið nemenda til að auka frammistöðu í námi og til að standast samkeppni við aðra nemendur. Í þessari rannsókn var notast við eigindlegar rannsóknaraðferðir og tekin voru djúpviðtöl við sex nemendur í háskólanámi. Enginn viðmælenda þessarar rannsóknar höfðu misnotað lyfseðilsskyld lyf við lærdóm eða í prófatíð en helmingur þeirra höfðu heyrt af neyslu annarra nemenda á þeim. Ástæður notkunarinnar voru taldar vera til að auka einbeitingu við prófalestur ásamt því að auka orku og að halda sér vakandi til lengri tíma. Allir viðmælendur voru hins vegar sammála um að sú neysla myndi hafa neikvæðar afleiðingar í för með sér. Enginn viðmælenda neytti nikótíns af einhverju tagi við prófalestur en allir viðmælendur neyttu koffíns og helstu uppgefnar ástæður fyrir þeirri notkun voru til að veita aukna orku við prófalestur ásamt því að halda þeim vakandi til að geta að auki lært til lengri tíma. Líkamsrækt var einnig nefnd í þeim tilgangi að gefa nemendum aukna orku og losa um streitu og kvíða í prófalestri.

  • Útdráttur er á ensku

    This study looks into the view of students at a university level regarding non-medical prescription drug abuse in the form of cognitive enhancement among students whilst studying. The abuse of non-prescription drugs is considered common and it is therefore
    important to aim further research towards its cause and consequences. The drugs that are reviewed are methylphenidate (Ritalin and Concerta) that is used for ADHD treatment and
    Modafinil (Provigil), that is used to treat narcolepsy. The study also reviews the use of legal substances, such as caffeine and nicotine, among university students whilst studying. The
    students are thought to abuse certain non-medical prescription drugs to enhance concentration, attention and function whilst studying and to reduce fatigue and distribute a boost of energy to give them the ability to study longer over a certain period of time. Furthermore it is said to enhance academic performance and give certain students a chance to be able to compete in the higher rankings. A qualitative method was used in this study and
    interviews with six university students were conducted. No one among the participants had abused non-medical prescription medication for the use of cognitive enhancement whilst studying. Half of the students however had heard or knew about other students who did and the reasons listed were to increase concentration and the levels of energy whilst studying as
    well as to keep them awake so they could study longer. All participants agreed that the abuse of non-medical prescription drugs whilst studying would have some sort of a negative effect.
    None of the participants consumed nicotine in any form but all participants consumed caffeine whilst studying to increase energy levels and to be able to stay awake and study for a long period of time. To reduce stress and anxiety and increase energy levels some students recommended exercise whilst studying.

Samþykkt: 
  • 9.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21966


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA sálfræði_HildurMaríaÞórisdóttir.pdf567.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna