is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2196

Titill: 
  • Brottfall úr 5 vikna hugrænni atferlismeðferð í hópi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Könnuð voru áhrif lýðfræðilegra og klínískra breyta á brottfall úr 5 vikna hugrænni
    atferlismeðferð í hópi. Meðferðin, sem er tilraunaverkefni á vegum Landspítala Háskólasjúkrahúss,
    fór fram á átta heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Þátttakendur voru 441
    skjólstæðingur heilsugæslu (82,5% konur), flestir með þunglyndi og kvíðaröskun. Brottfall úr meðferð
    var skilgreint á þrjá vegu: Ekki mætt í síðasta bókaða tíma, mætt í færri en þrjá tíma og mætt í færri
    en fjóra tíma (miðgildisskipting). Kannaður var munur á þeim sem hófu og hófu ekki meðferð (mættu
    bara í inntökuviðtal) og þeim sem mættu og mættu ekki í eftirfylgdartíma eftir þrá mánuði.
    Skilgreiningin ,,ekki mætt í síðasta bókaða tíma“ aðgreindi brottfallna á fleiri breytum en
    tímafjöldaskilgreiningarnar. Áhrif breyta voru ekki mikil. Þrepa-hlutfallagreining (logistic regression)
    sýndi að vægari depurðareinkenni (sp.1 á BDI-II), að reykja, búa á höfuðborgarsvæðinu og vera ekki
    háskólamenntaður spáði best fyrir um brottfall úr meðferðinni og skýrði um 10% dreifingar. Að
    reykja, hafa ekki áður farið í meðferð við sama vanda, stunda ekki líkamsrækt, búa í höfuðborginni og
    hafa meiri einkenni á spurningu 4 á DAS-A skýrðu 8% þess að mæta ekki í eftirfylgd. Karlkyn,
    þekking á hugrænni atferlismeðferð og minni ánægjumissir (sp.4 á BDI-II) spáðu best fyrir um það að
    hefja ekki meðferð og skýrðu saman 6% dreifingar.

Samþykkt: 
  • 14.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2196


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Thorgerdur_Gudmundsdottir_fixed.pdf589.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna