is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21970

Titill: 
  • Tengsl einkenna áfallastreituröskunar við sjálfskaðandi hegðun og sjálfsvígshugsanir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Talið er að um 40-70% fólks lendi í a.m.k. einu áfalli á lífsleiðinni og líkurnar á að það greinist með áfallastreituröskun í kjölfarið er á bilinu 6-7%. Afleiðingar áfallastreituröskunar eru alvarlegar og hún hefur tengsl við sjálfskaðandi hegðun, sjálfsvígshugsanir og vímuefnaneyslu en markmið þessarar rannsóknar var að skoða tengsl þessara þátta. Þátttakendur voru 198 háskólanemendur þar af 174 konur og 25 karlar á aldrinum 18-56 ára og eldri. Rannsóknarsniðið var lýsandi tíðni- og fylgnirannsókn þar sem athugað var hvort tíðni sjálfskaðandi hegðunar, sjálfsvígshugsana og vímuefnavanda væri hærri meðal þátttakenda sem upplifðu fleiri einkenni áfallastreituröskunar samanborið við þá sem upplifðu færri einkenni. Einnig var athugað hverskonar ástæður þátttakendur gáfu fyrir sjálfskaðandi hegðun sinni. Helstu niðurstöður voru að fjöldi einkenna áfallastreituröskunar var marktækt hærri hjá þátttakendum sem stunduðu sjálfskaðandi hegðun og upplifðu sjálfsvígshugsanir. Skoðun á áhrifastærðum leiddi í ljós að miðlungsmikill munur var á fjölda áfallastreitueinkenna milli þátttakenda sem stunduðu sjálfskaðandi hegðun og þeirra sem gerðu það ekki (Cohens´d = 5,7). Einnig var mikill munur á fjölda áfallastreitueinkenna milli þeirra sem höfðu upplifað sjálfsvígshugsanir á ævinni og þeirra sem höfðu það ekki (η2=0,20). Samanlagt skýrðu sjálfskaðandi hegðun og sjálfsvígshugsanir 12% af breytileikanum í fjölda áfallastreitueinkenna. Ekki fannst marktækur munur á fjölda áfallastreitueinkenna milli þeirra sem fengu fleiri stig í vímuefnavanda samanborið við þá sem fengu færri. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja við þá hugmyndafræði að sumir einstaklingar nota sjálfskaðandi hegðun sem bjargráð gegn einkennum áfallastreituröskunnar og að sjálfsvígshugsanir geti virkað sem flóttaleið frá þeim. Rannsóknir á samslætti áfallastreituröskunar við önnur geðræn vandamál eru þarfar svo að fagaðilar fái grundvöll byggðan á áreiðanlegum gögnum til að skima fyrir sjálfskaða og sjálfsvígshugsunum meðal einstaklinga með áfallastreituröskun. Mikilvægt er fyrir fagaðila að skilja hvaða virkni sjálfskaði og sjálfsvígshugsanir hafa fyrir einstaklinga til þess að veita viðeigandi meðferð.

  • Útdráttur er á ensku

    Research shows that 40-70% of people experience at least one traumatic event in their lifetime and the odds of being diagnosed with posttraumatic stress disorder (PTSD) are 6-7%. The consequences of PTSD are serious and the disorder has correlations with self-harming behavior, suicidal ideation and substance abuse. The goal of this study was to explore these correlations with an descriptive correlation research design where it was examined if participants who experienced more PTSD symptoms would be
    more likely to be diligent in self-harm, have suicidal ideation and/or have problems with substance abuse. Reasons for participants self-harming behavior were also examined. Participants were 198 college students, 174 females and 24 males on the age of 18 - 56 years or older. Results showed that the number of PTSD symptoms were significantly higher among participants that engaged in self-harm and experienced suicidal thoughts. The effect size showed that medium difference was in
    the number of PTSD symptoms between participants who engaged in self-harm and those who did not (Cohen’s d =5,7). Large difference was in the number of PTSD symptoms between participants that had experienced suicidal ideations compared to those who had not (η
    2=0,20). Self-harm and suicidal ideation accounted for 12% of
    variance in PTSD symptom scores. The number of PTSD symptoms was not significantly higher among participants who had more problems with substance abuse. The result support the ideology that self-harm is used as a coping mechanism against PTSD symptoms and that suicidal ideation can function as an escape way from them.
    Professional’s need a basis built on reasonable and reliable data to screen for self-harm and suicidal thoughts among individuals with PTSD. It is necessary for professionals to understand the function of self-harming behaviors and suicidal thoughts in order to reduce them and apply an appropriate therapy.

Samþykkt: 
  • 9.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21970


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Pála B Kúld, BA verkefni lokaútgáfa.pdf991.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna