is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2198

Titill: 
  • Upplýsingahegðun grunnskólakennara í 1.-7. bekk á höfuðborgarsvæðinu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Efni þessarar ritgerðar er upplýsingahegðun grunnskólakennara. Gerð var eigindleg rannsókn þar sem markmiðið var að athuga hvar, hvernig og hvers vegna þeir leita upplýsinga auk þess sem athugað var hvað gæti virkað sem hömlur í upplýsingaleit. Notast var við opin viðtöl og var talað við átta umsjónarkennara barna í 1. -7. bekk í grunnskólum á höfðuðborgarsvæðinu. Ein þátttökuathugun var gerð á skólabókasafni. Helstu niðurstöður voru að flestir kennararnir náðu sér í upplýsingar reglulega á netinu og var aðallega notast við leitarvélina Google. Samstarfsfólk var þó líklega mikilvægasta upplýsingalindin hjá kennurunum. Skólabókasöfn voru notuð nokkuð mikið en víða var aðgengi og þjónusta safnanna ábótavant. Þau voru lítið opin og aðeins í einum skóla var starfandi bókasafns- og upplýsingafræðingur. Endurmenntun litu kennararnir á sem nauðsynlegan hlut og allir sóttu þeir námskeið innan vinnustaðar en lítið umfram það. Upplýsingarnar sem leitað var að voru fyrst og fremst hagnýtar upplýsingar sem hægt var að nota í kennslunni. Margt hafði áhrif á það hvers vegna farið var í upplýsingaleit, til dæmis að leita að nýjum hugmyndum, lausnum á vandamálum sem upp komu í kennslunni og einnig til þess að auka þekkingu á ákveðnu efni.

Samþykkt: 
  • 15.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2198


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lakennara1_fixed.pdf728.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna