is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21993

Titill: 
  • Erum við að heltast úr lestinni? Fræðileg samantekt um menntun og starfssvið ljósmæðra tengt kynheilbrigði kvenna
  • Titill er á ensku Are we behind? A literature review about midwives education and scope of practice related to sexual and reproductive health
Útdráttur: 
  • Starfsvið ljósmæðra snýr að mestu að barneignarferlinu en þó starfa ljósmæður víða um heim við kynheilbrigði kvenna. Kynheilbrigði snýr meðal annars að líðan fólks í tengslum við heilbrigt kynlíf og heilbrigða frjósemi. Árið 1995 samþykktu ríkisstjórnir heims hinn svokallaða Pekingsáttmála en í honum felst skuldbinding til þess að auka gæði og bæta kynheilbrigðisþjónustu. Starfssvið ljósmæðra er fjölbreytt og gegna ljósmæður m.a. mikilvægu hlutverki varðandi kynheilbrigði kvenna.
    Gerð var fræðileg samantekt þar sem menntun og starfssvið ljósmæðra á Íslandi var borin saman við menntun og starfssvið ljósmæðra í Bandaríkjunum, Hollandi og Svíþjóð. Kom í ljós að menntun ljósmæðra á Íslandi er öllu lengri en menntun ljósmæðra í hinum löndunum. Ljósmæður í Bandaríkjunum og Svíþjóð sinna þó kynheilbrigðismálum og nýverið fengu ljósmæður í Hollandi leyfi til að ávísa getnaðarvörnum. Margir þættir geta ógnað kynheilbrigði og gegna ljósmæður mikilvægu hlutverki í að stuðla að bættu heilbrigði og kynheilbrigði kvenna.
    Höfundur fór í vettvangsferð til Svíþjóðar og kynntist þar breiðu starfssviði ljósmæðra á ljósmæðramóttöku í Dalby. Áhugavert var að sjá þann mikla mun sem var á störfum ljósmæðra í Svíþjóð í samanburði við störf ljósmæðra á Íslandi á þessu sviði. Aðlaga þarf íslensk lög til að ljósmæður gætu sinnt kynheilbrigðisþjónustu til jafns við löndin í kringum okkur en slíkar breytingar gætu haft í för með sér ávinning fyrir konur og samfélagið allt. Þörf er á frekari rannsóknum hérlendis til að kanna áhuga og möguleika ljósmæðra til að víkka út starfsvettvang sinn innan sviða kynheilbrigðismála.
    Lykilorð: ljósmæðrun (e. midwifery), ljósmóðir, hjúkrunarljósmóðir (e. nurse-midwives), tími fyrir getnað (e. preconception), getnaðarvarnir, starfssvið ljósmæðra, hlutverk ljósmæðra, forvarnir, kynheilbrigði.

Samþykkt: 
  • 10.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21993


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erum við að heltast úr lestinni_.pdf650.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna