is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22008

Titill: 
  • Hvernig nýtist spegluð kennsla í kennslu náttúrugreina og einstaklingsmiðuðu námi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Efni þessarar ritgerðar er spegluð kennsla og hvernig hún nýtist við kennslu í náttúrugreinum
    og stærðfræði. Speglaða kennslu má rekja til tveggja efnafræðikennara þeirra Jonathan
    Bergman og Aaron Sams. Þeir byrjuðu að taka upp fyrirlestrana sína fyrir nemendur sem
    komust einhverja hluta ekki í tíma og fljótt byrjuðu aðrir nemendur að nýta sér upptökurnar
    til upprifjunar og fyrir próf. Fljótlega áttuðu þeir sig á því að tíma þeirra yrði betur varið í að
    aðstoða nemendur í kennslustofunni og hófu því að taka upp fyrirlestrana fyrirfram og láta
    nemendur horfa á þá fyrir tíma. Stuttu seinna fór þeim að berast skilaboð frá nemendum
    annara skóla og kennurum og þakka þeim fyrir myndböndin. Voru kennarar þá að benda
    nemendum sínum að horfa á þau til að öðlast betri skilning á efninu og aðrir nemendur
    fundu myndböndin þegar þeir voru að leita sér upplýsinga um efni sem þeir áttu erfitt með.
    Íslenskar og erlendar rannsóknir sýna að bæði nemendur og kennarar eru ánægðir með
    kennsluaðferðina. Einnig sýna þær að árangur nemenda hefur aukist og agavandamálum
    fækkað. Aðferðin hentar að auki mjög vel í einstaklingsmiðuðu námi þar sem nemendur geta
    stöðvað upptökuna hvenær sem er og horft á hana eins oft og þeir þurfa til að ná skilningi á
    efninu. Kennarar hafa lýst því yfir að ein af ástæðunum fyrir því að þeir eru svo ánægðir með
    aðferðina er að hún gefur þeim aukinn tíma með nemendum sínum. Þeir geta sinnt þeim
    betur og gert sér betur grein fyrir stöðu þeirra í náminu. Aukinn tími er ein af ástæðum þess
    að aðferðin hentar vel til kennslu á náttúrugreinum. Kennarar hafa þá meiri tíma til að
    framkvæma tilraunir og verklegar æfingar með nemendum sínum.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this essay is the flipped classroom and how it benefits in science teaching and
    math. The flipped classroom model can be traced back to two chemistry teachers, Jonathan
    Bergman and Aaron Sams. They started recording their lectures for students that for some
    reasons missed their classes. Soon their other students started watching the lectures to
    refresh their memory and for excams. They quickly realized that their students needed them
    the most in class to help them so they started recording their lectures before class and the
    students needed to watch them before class. They started reciving messages from other
    teachers and students thanking them for the recordings. Teachers were telling their students
    to watch their videos to gain better understanding and students found them while searching
    for something that could help them understand their subjects better. Both Icelandic and
    foreign researchs show that teachers and students like the method and that students have
    shown better resaults in their learning, discipline problems have also decreased. The method
    is very well suited in differentiaded learning. Students can pause the video when they need
    to and watch it as much as they need to gain understanding. Teachers have expressed that
    the one of the reason they like the method is that it gives them extra time with their
    students. Time that they can use to get to know they students better, help them with their
    studies and better realize their students abilities. The extra time is one of the reasons the
    method is well suited in science teaching. Teachers have more time with their students for
    experiments and hands on activities.

Samþykkt: 
  • 11.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22008


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erna B.ed ritgerð lokaútgáfa.pdf865.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna