ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22012

Titill

Krabbamein í legbol á Landspítalanum 2010-2014

Skilað
Maí 2015
Útdráttur

Inngangur: Á Íslandi greinast árlega um 30 konur með legbolskrabbamein. Orsakir sjúkdómsins eru ekki að fullu þekktar en vitað er um ýmsa áhættuþætti, svo sem aldur, offitu og hormónameðferð. Legbolskrabbameini má skipta upp í tvær týpur, týpu I og týpu II. Kjörmeðferð er skurðaðgerð þar sem legið er fjarlægt ásamt eggjastokkum. Litlar upplýsingar liggja fyrir um legbolskrabbamein á Íslandi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að fá yfirsýn yfir sjúkdóminn hér á landi, svo sem aldursdreifingu, áhættuþætti, einkenni, greiningaraðferðir, meingerð, meðferð og horfur.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra kvenna sem greindust með legbolskrabbamein á árunum 2010-2014 og gengust undir meðferð á Landspítalanum. Klínískar upplýsingar um sjúklingana og sjúkdóm þeirra fengust úr sjúkraskrám, aðgerðarlýsingum, meinafræðisvörum, myndgreiningarsvörum og svæfingarskýrslum.
Niðurstöður: Að meðaltali var 21,6 kona greind á ári á rannsóknartímabilinu og fengu meðferð á Landspítalanum. Meðalaldur var 62,9 ± 11 ár en 83,3% kvennanna voru komnar yfir tíðahvörf. Meðaltal BMI var 32,2 ± 8,1 kg/m2. Offitu höfðu 59% og voru 20% í ofþyngd. Um helmingur sjúklinganna höfðu háþrýsting og höfðu 12% sykursýki. Nær allar konurnar (92,5%) leituðu til læknis vegna óeðlilegra blæðinga. Rúmlega helmingur kvennanna greindist innan þriggja mánaða frá fyrstu einkennum. Langflestar kvennanna (90,7%) höfðu endometrioid adenocarcinoma. Nær allar konurnar (97,2%) fóru í aðgerð og af þeim fengu 34,3% eftirmeðferð. Á rannsóknartímabilinu fengu 11,1% sjúklinganna endurkomu krabbameinsins. Fimm ára lifun reiknaðist 80,9%. Marktækur munur var á lifun kvenna með hágráðu dreifðan sjúkdóm og kvenna með lággráðu staðbundinn sjúkdóm.
Ályktanir: Horfur kvenna með legbolskrabbamein eru beintengdar gráðun og stigun sjúkdómsins. Sjúklingahópurinn hér á landi svipar til erlendra hópa hvað varðar þekkta áhættuþætti, einkenni, meingerð og meðferð sjúkdómsins. Góð drög að gagnagrunni um sjúkdóminn hér á landi var lagður.

Samþykkt
11.6.2015


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Legbolskrabbamein_FST.pdf1,06MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna