is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22018

Titill: 
  • Skúfstyrkur sendinna jarðefna: Samanburður CPT mælinga og tilraunastofuprófanna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Skúfstyrkur er einn af grunnefniseiginleikum sendinna jarðefna og segir hann til um burð viðkomandi jarðefna. Mat á skúfstyrk er því nauðsynlegt í tengslum við mannvirkjagerð í eða úr jarðvegi. Á Íslandi eru flest laus jarðlög gróf, þ.e. sendin eða malarkennd. Samloðun þeirra er því lítil. Skúfstyrkur slíkra jarðefna er að jafnaði ákvarðaður á tilraunastofu, t.d. í skúfboxprófi eða þríásaprófi. Helstu kostir slíkra prófanna er að ákvörðunin er gerð við vel skilgreind skilyrði og viðkomandi efniseiginleiki er ákvarðaður beint. Á móti kemur er að sýnið sem notað er til ávörðunarinnar er hreyft og því endurbyggt í tilraunastofunni með það að markmiði að endurskapa ástand það sem ríkir á upprunastaðnum. Slíkt er vandasamt og ekki sjálfgefið að það takist. Hefur það áhrif á niðurstöðurnar. Í seinni tíð hefur færst í vöxt að ákvarða efniseiginleika jarðefna í feltprófunum með CPT prófi(Cone Penetration Test). Kostur prófunarinnar er að ákvörðunin er gerð við raunaðstæður sem ríkja í felti. Hins vegar er ákvörðunin óbein og þarf að beita reynslulíkingum til að ákvarða skúfstyrkinn.
    Í verkefni þessu eru skoðaðir þrír staðir þar sem CPT mælingar hafa farið fram og skúfstyrkur jarðefnanna ákvarðaður út frá þremur reynslujöfnum. Hreyfð sýni voru tekin á sömu stöðum og skúfstyrkur þeirra ákvarðaður í tilraunastofuprófi. Með samanburði milli feltmælinga og tilraunastofuprófananna fæst að reynslujafna Kulhawy og Mayne gefur bestu samsvörunina. Dreifing í niðurstöðunum er þó nokkur sem getur verið til komin vegna óvissu um hversu vel hafi tekist við að endurskapa raunaðstæður í felti. Hér er einungis um þrjá staði að ræða og æskilegt að fjölga mælistöðunum til að afla betri vitneskju um áræðanleika reynslulíkinganna.

Samþykkt: 
  • 11.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22018


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_Astgeir_Runar_Sigmarsson.pdf2.7 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna