is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22033

Titill: 
  • Við sem heima sitjum : taka konur síður þátt en karlar í umræðunni um Evrópusambandið og Ísland? Innihaldsgreining á fjölmiðlaumfjöllun 2009
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hvort konur taki síður þátt en karlar í umræðunni um Evrópusambandið og Ísland. Skoðaðir voru helstu prentmiðlar og helstu útvarpstöðvar landsins árið 2009. Þau voru: Morgunblaðið, Fréttablaðið, DV, Viðskiptablaðið, Bylgjan, Rás 2 og Rás1.
    Byrjað var á að finna allar fréttir og fréttatengt efni sem innihélt umræðu um Evrópusambandið og Ísland. Innihaldsgreining var notuð til þess að kynjaskipta efninu og var það flokkað eftir því hvort kynin voru viðmælendur í frétt eða viðtali, eða höfundar að efni. Efnið var greint eftir því hvort um var að ræða frétt, pistil eða aðsenda grein, viðtöl eða fréttaskýringar. Síðan var það flokkað eftir kyni viðmælanda eða höfundar. Auk þess var öllu efni skipt niður í efnisflokka. Sagt var frá öðrum fjölmiðlarannsóknum sem voru samanburðahæfar við niðurstöður þessarar rannsóknar.
    Meginniðurstaðan er sú að konur fjalla í mun minna mæli en karlar um Evrópusambandið og Ísland. Um 80% karla eru viðmælendur í fréttum eða höfundar að efni og er hlutur kvenna einungis um 14%. Það er alveg sama hvaða þættir eru dregnir út úr niðurstöðunum, hlutur kvenna er alltaf minni en karla. Þegar búið var að skipta niður í efnisflokka kom í ljós að í ákveðnum málaflokkum innan Evrópuumræðunnar taka konur lítinn eða engan þátt, í sjávarútvegsumræðunni voru einungis tvær konur sem voru viðmælendur eða höfundar að efni, eða um 3% af 66 efnisgreinum. Konur skrifuðu færri pistla og aðsendar greinar.
    Rannsóknir á kynjaskiptingu í fjölmiðlum sýna að konur eru um það bil þriðjungur þeirra sem rætt er við, fjallað er um eða semja eða flytja efni. Alþjóðleg fjölmiðlavöktun GMMP segir að konur séu viðmælendur frétta í 28% tilfella, en þær skrifi fréttir í 33% tilfella, sem er töluvert hærra hlutfall heldur en innan umræðunnar um Evrópusambandið og Ísland. Þessar niðurstöður sýna engu að síður fram á það að konur eru töluvert minna í fjölmiðlum heldur en karlar.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study was to examine whether women are less involved than men in the debate on the European Union (EU) and Iceland. The country‘s major print media and main radio stations in the year 2009 were reviewed for data. The media that were examined are: Morgunblaðið, Fréttablaðið, DV, Viðskiptablaðið, Bylgjan, Rás 1 and Rás 2.
    The first step was to search for all the news and news-related material that included a discussion about the EU and Iceland. Content analysis was used on the material, and then it was grouped according to whether the interviewee or author was a woman or a man, or whether both genders were interviewees or authors of the same material or article. The material was analyzed according to type; news, column or editorial, submitted articles, interviews or news commentaries; then it was grouped according to the gender of the interviewee or author. Additionally, the entire data was divided into material categories. Other media studies comparable to the results of this study were discussed.
    The main result was that women are by far less likely to be involved in the debate about the EU and Iceland. Around 80% of news interviewees and authors of material on the EU and Iceland debate are male; only around 14% of interviewees and authors are female. Extracting different factors from the data resulted in the same finding; women are less likely than men to be involved. After the data was divided into material categories it was revealed that in certain areas within the EU debate, women take little or no part in the debate; in the discussion on the fishing industry only two women were either interviewees or authors of material, in about 3% of the data. Women wrote fewer columns and submitted fewer articles.
    Research on gender composition in the media shows that women are around a third of those interviewed or discussed in the media, are authors of, or report material. The Global Media Monitoring Project (GMMP) claims that 28% of interviewees in the news are women, and that 33% of news material is written by women, which is a substantially higher percentage than in the debate on the EU and Iceland. These results nevertheless show that, in general, women are considerably less likely to be involved in the media than men.

Samþykkt: 
  • 15.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22033


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Við sem heima sitjum.pdf1.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Útprentun og/eða afritun er óheimil nema með skriflegu leyfi höfundar. Verkið er verndað af ákvæðum höfundarlaga.