is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22034

Titill: 
  • Hátíðavæðing lista : af fjölgun hátíða í Reykjavík
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lista- og menningarhátíðum hefur fjölgað gríðarlega um land allt á undanförnum árum og ekki síst í Reykjavík. Markmiðið með þessari rannsókn er að sýna með óyggjandi hætti fram á fjölgun lista- og menningarhátíða í Reykjavík á árunum 2003 til 2014 og greina helstu ástæður að baki fjölguninni. Stofnun Höfuðborgarstofu árið 2003 og stofnun Borgarhátíðasjóðs níu árum síðar markar skýra stefnu borgaryfirvalda í ímyndar¬uppbyggingu Reykjavíkur í gegnum hátíðir. Fjölgun menningarverkefna sem nefna sig hátíðir má einnig sjá í úthlutunum árlegra styrkja Menningar- og ferðamálaráðs til menningarstarfsemi og listverkefna og vitnar það einnig um áherslu á viðlíka verkefni. Ástæður þess má að hluta til rekja til verkefnavæðingar með innleiðingu nýsköpunar í opinberum rekstri en einnig má rekja þessa aukningu til átaks í ferðamálum til að auka ferðamannastraum utan háannatíma og einfaldlega að markaðssetja Reykjavík sem kraumandi menningarborg, iðandi af lífi.
    Aðsóknartölur eru yfirleitt notaðar sem opinber mælikvarði á árangur og hafa þær hátíðir sem Reykjavíkurborg stendur að undantekningalítið heppnast vel og aðsókn aukist ár frá ári. Svo virðist sem vel heppnaðar hátíðir smiti út frá sér og mögulega hefur velgengni stærstu hátíðanna orðið til þess að aðrar hátíðir spretta upp í kjölfarið og í kring. Hátíðir eru ennfremur mikilvægur sýningar-vettvangur fyrir starfandi listamenn og svo virðist sem fjármögnun gangi betur og kynningarstarf sé auðveldara viðfangs ef listamenn sameinast undir hátíðarnafni í stað þess að standa að sjálfstæðum listviðburðum. Á hinn bóginn má spyrja hvort áherslan á hátíðir hafi áhrif á framboð eða eftirspurn eftir sjálfstæðum listviðburðum og má telja líklegt að svo sé.
    Þó aðsókn skipti hátíðir gríðarmiklu máli þá virðast áherslur hátíða vera að breytast frá áherslu á síaukinn áhorfendafjölda til áherslna á alhliða faglegt starf í öllum þáttum hátíðahaldsins – framkvæmd, markaðsetningu og innihald.

  • Útdráttur er á ensku

    In recent years there has been a considerable increase in art- and cultural festivals in Iceland, but especially in Reykjavík. The purpose of this thesis is to demonstrate the manifested increase in art- and cultural festivals in Reykjavík during the years 2003–2014 and to analyse the main reasons therefor. The foundation of Visit Reykjavík in 2003 and the City Festival Fund in 2012 demonstrates a clear path in the city's strategies in branding Reykjavík through festivals. The increase in cultural projects defined by a festival name and/or concept is also clearly visible in the yearly cultural grants given out by Reykjavík City's Committee for Culture and Tourism. In part, one can look for reasons for this in the increased emphasis on project management in the city's administration through the introduction of new public management but one can also find this simply as a result of Visit Reykjavík's campaign for off-season tourism and promotion of Reykjavík as a sizzling cultural place, bustling with life.
    The number of festival visitors is usually the official measure for success and, in general, festivals produced and programmed by Visit Reykjavík have had enormous success with attendance numbers rising every year. It seems that successful festivals have a multiplying effect and more festivals are founded year by year. A festival is an important venue for artists to demonstrate their work and it seems that financing and promotion becomes easier when artists present their work under a festival name as opposed to in an independent project. On the other hand one can ask whether the festival phenomena affects the demand for independent art projects and it likely does.
    Although attendance is vital to festivals, many festivals seem to be at a turning point where they are swiveling from the emphasis on ever increasing audience numbers to emphasising professionalism in all aspects – production, promotion and content.

Samþykkt: 
  • 15.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22034


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ValgerdurGHalldorsdottir_MA_Hatidavædinglista_Skemmuskil.pdf2.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Útprentun og/eða afritun er óheimil nema með skriflegu leyfi höfundar. Verkið er verndað af ákvæðum höfundarlaga.