is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22038

Titill: 
  • Réttarstaða verjanda með tilliti til mannréttindaákvæða Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Helsta hlutverk verjanda er að gæta hagsmuna sakbornings, þeir tveir eiga rétt á að ræða einslega saman um hvaðeina er málið varðar og er það talinn þáttur í réttlátri málsmeðferð sakborningsins. Verjandi skal fyrst og fremst gæta hagsmuna sakbornings en hefur einnig skyldur gagnvart réttarríkinu. Að undanförnu, frá efnahagshruninu árið 2008 hafa hleranir sérstaks saksóknara verið miklar og hafa komið upp tilvik þar sem brotið hefur verið á rétti verjenda og sakborninga þegar samtöl þeirra hafa verið hleruð, en hlerun á samtölum þeirra er brot gegn réttlátri málsmeðferð sem vernduð er af 6. gr. Mannréttindasáttmála Evópu. Á Íslandi hafa verjendur sagt sig frá störfum t.a.m. vegna hlerana og með það að markmiði að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna en samkvæmt nýlegri dómaframkvæmd virðast verjendur ekki hafa þennan rétt þrátt fyrir að hafa réttmætar ástæður fyrir afsögn.
    Markmið þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir réttarstöðu verjanda og hvort hann eigi þann rétt að segja sig frá störfum sem verjandi og er þetta sérstaklega skoðað með tilliti til hlerana á samtölum hans við skjólstæðing sinn. Þetta verður skoðað út frá nýlegri dómaframkvæmd en í Al-Thani málinu sögðu tveir verjendur af sér m.a. vegna hlerana á samtölum þeirra við sakborninga og hlutu fyrir það háar réttarfarssektir. Þessi niðurstaða fer gegn dómaframkvæmd Mannréttindadómstól Evrópu, en samkvæmt henni geta dómarar aðeins neitað að leysa lögmenn undan verjendastörfum ef ástæður fyrir afsögn voru ekki málefnalegar.

Samþykkt: 
  • 15.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22038


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML lokaritgerð Elsa Guðrún skemman.pdf749.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ritgerðin er lokuð að ósk höfundar. Hafa þarf samband við höfund til að fá aðgang að efni hennar. Verkið er verndað af ákvæðum höfundarlaga.