is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22060

Titill: 
  • Virkni atvinnuleitenda á Íslandi : aðstæður og úrræði til starfshvatningar
  • Titill er á ensku Icelandic jobseekers activity : Conditions and resources for a work motivation
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ljósi umræðunnar um aukið atvinnuleysi á Íslandi í kjölfar kreppunnar og afleiðingar þess að lægstu laun á Íslandi eru það lág að fólk hafi ekki mikinn hvata til að vinna, þá kviknaði hugmyndin að því að kanna viðhorf þeirra sem eru á atvinnuleysisbótum sem gætu nýst til að skilja stöðuna betur til hagsbóta fyrir vinnumarkaðinn.
    Markmiðið með rannsókninni var að kanna hvað það er sem hvetur fólk til starfa. Mörg láglaunastörf eru í boði í dag en samt eru margir skráðir á atvinnuleysisskrá í stað þess að fara að vinna við láglaunastörf. Viðhorfskönnun var send til 400 Íslendinga á skrá Vinnumálastofnunar og Starfs á aldrinum 18 - 67 ára á tímabilinu 12. - 24 nóvember 2014. Notast var við lýsandi tölfræði í framsetningu á niðurstöðum. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að fólki fannst mest um vert að störfin sem sótt væri um væru áhugaverð, í öðru sæti voru launin, í þriðja sæti var að fyrirtæki gengi vel og ekki væri mikið um mannabreytingar. Í fjórða sæti kom nálægð við heimili og í fimmta sæti kom sveigjanleiki gagnvart einkalífi (t.d veikindi barna ofl). Af þeim 167 aðilum sem svöruðu hvaða menntun þau væru með voru 131 aðili sem voru með meiri menntun en grunnskólapróf. Einnig gaf viðhorfskönnun í skyn að fólki fyndist ekki nægilega há laun miðað við kjarasamninga til að fara út á vinnumarkaði og fólki fannst að það vantaði meira af störfum sem myndi hæfa þeirri þekkingu og kunnáttu.
    Fáar rannsóknir virðast vera um þetta málefni enn sem komið er og gætu frekar rannsóknir á þeim haft hagnytt gildi fyrir atvinnulausa, starfsmenn vinnumarkaðarins og Vinnumálastofnun.
    Lykilorð: Atvinnuleysi, Viðhorfskönnun, Láglaunastörf, Atvinnuleysisskrá, Lágmarkslaun, Atvinnuleysisbætur, Vinnumálastofnun, Starf.

  • Útdráttur er á ensku

    Given that unemployment has grown, since the Crisis in 2008 and the consequences that the lowest salaries are not prompting people to start working, the idea of "What to do to help unemployed people to start working again" rose.
    The aim with the study was to try to understand what factors impact people most to start working again, for scholars, and the staff of the employment services perhaps to find some solutions for the unemployed. The study is to show what it is that motivates people to work. Many jobs with lower income are being offered and yet there are so many people that are registered as unemployed instead of taking the low incoming job. A Survey was sent to 400 Icelanders that were registered unemployed at the age of 18 - 67 and had no job on the period of 12th of November until the 24th of November 2014.
    Representation of the findings was put out in Descriptive Statics. The Research showed that people thought that the job was interesting was in first place, the income was in second place, the third place, that the company was reliable and not to much changes in the human resources. Fourth place the closeness to their homes, and fifth place that flexibility for privacy, such as sickness of the children and so forth. People were asked about their highest education and of the 167 persons that answered, 131 person had more education than primary school. The Survey also implied that people thought that the salaries for the low income job were not high enough compared to the collective agreement to go off the unemployment benefits and that there were not enough jobs for those, that had more and even higher education.
    Few research have been made on this subject and further research might have a practical impact for the unemployed, the labor and the Directorate of labor.
    Keywords: Unemployment, Survey, Low income jobs, unemployed, unemployment benefits, unemployment agencies. Jobs.

Samþykkt: 
  • 15.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22060


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jonina_Gerdarsdottir_lokaritgerð_LOKA.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Útprentun og/eða afritun er óheimil nema með skriflegu leyfi höfundar. Verkið er verndað af ákvæðum höfundarlaga.