is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22078

Titill: 
  • Sólheimar í Grímsnesi - Litli orkugarður
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta lokaverkefni er til BS prófs á umhverfisskipulagsbraut við Landbúnaðarháskóla Íslands og fjallar um Sólheima í Grímsnesi og sýningu þeirra um endurnýjanlega orkugjafa. Markmið verkefnisins er að koma fræðslusýningunni „Hrein orka - betri heimur“ fyrir utandyra á Sólheimum. Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:
    Hvar er best að staðsetja sýninguna utandyra á Sólheimum?
    Hvernig garð er hægt að hanna fyrir sýninguna?
    Er möguleiki að hafa sýninguna gagnvirka?
    Saga Sólheima var skoðuð og forsendur núverandi starfssemi, farið var yfir sögu Sesselju Sigmundsdóttur, stofnanda Sólheima, kenningar Rudolf Steiners, sjálfbærni og vistvæn þorp. Þá var gerð athugun á Sólheimasvæðinu öllu og á sýningunni „Hrein orka - betri heimur“. Því næst hófst verkefnavinna við gagnaöflun, greining á staðháttum og síðar hugmyndavinna. Í framhaldi af því var staðarval hönnunarsvæðis ákveðið og hönnunartillaga var síðan sett fram. Mjög vel gekk að velja staðsetningu garðsins sem mun endurspegla hugmyndafræði Sólheima með því að nota endurnýjanlega orkugjafa til að framleiða rafmagn fyrir lýsingu á svæðinu. Í garðinum verður lögð áhersla á að gott aðgengi verði fyrir alla en mikið af fólki með hreyfihömlun býr á svæðinu og því nauðsynlegt að svæðið verði nokkuð slétt, stígar verða að vera breiðir og með bundnu slitlagi og ekki í miklum halla. Sólheimar endurvinna nánast allt sem hægt er að endurvinna og verður því efniviður í garðinum endurnýttur eins og hægt er.
    Sýningin verður að hluta til gagnvirk og stundum getur fólk tekið þátt til að sjá orkugjafann virka en stundum er hægt að skoða þá og fræðast um þá á upplýsingaskiltum. Garðurinn verður ekki einungis til fræðslu heldur mun hann vera heillandi staður sem býður upp á möguleika sem samkomustaður til að njóta útiveru og að slaka á.

Samþykkt: 
  • 16.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22078


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Lokaverkefni Heiðdís Halla_Minni.pdf4.11 MBOpinnPDFSkoða/Opna