is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22098

Titill: 
  • Lotuofátslistinn. Próffræðilegir eiginleikar og tengsl við aðrar klínískar breytur
Útdráttur: 
  • Offita er einn helsti heilsufarsvandi samtímans. Reynst hefur erfitt að finna meðferðarúrræði við offitu sem skilar varanlegu þyngdartapi. Þriðjungur þeirra sem fara í offitumeðferð þjást af lotuofáti en einkenni lotuofáts geta truflað árangur offitumeðferðar. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að skoða próffræðilega eiginleika íslenskrar þýðingar Lotuofátslistans (Binge Eating Scale) og meðal annars að meta klínískt notagildi hans til skimunar á lotuofáti og finna vendigildi í íslensku þýði skjólstæðinga í offitumeðferð. Markmiðið var einnig að auka skilning á tengslum lotuofáts við lotugræðgi, depurðareinkenni, tilfinninganæmi og tilfinningastýringu til að bæta hugsanlega árangur meðferðarúrræða við lotuofáti. Þátttakendur voru einstaklingar í offitumeðferð (n=53), einstaklingar með lotugræðgi (n=12) og leikskólastarfsmenn (n=26). Niðurstöður sýndu að tíðni lotuofáts meðal skjólstæðinga í offitumeðferð var 25,5%. Miða við vendigildi 24-25 stig á Lotuofátslistanum er næmi 77% og sérhæfni 98% sem bendir til að listinn er vel til þess fallinn að skima fyrir lotuofáti meðal skjólstæðinga í offitumeðferð. Próffræðilegir eiginleikar listans eru góðir. Listinn hefur góðan innri áreiðanleika og gott hugsmíða-, viðmiðs- og aðgreini-réttmæti. Þegar meginásaþáttagreining (principal axis factor analysis) var gerð með oddhvassan snúning hlóðu atriði listans á tvo þætti; hugrænan þátt og atferlisþátt. Þættirnir tveir skýra samtals 57,8% af heildardreifingu atriðanna. Einstaklingar í offitumeðferð með lotuofát og einstaklingar með lotugræðgi upplifa meiri andlega vanlíðan, eru tilfinninganæmari og eiga erfiðara með að stýra tilfinningum sínum en samanburðarhópur. Erfiðleikar við tilfinningastýringu og þunglyndiseinkenni spá fyrir um breytileika lotuofátseinkenna, sem gefur til kynna að lotuofát tengist tilfinningastýringu og andlegri líðan. Hugsanlega má hafa áhrif á lotuofátseinkenni með því að beina sjónum að þessum þáttum í offitumeðferð. Niðurstöður sýna að próffræðilegur eiginleikar Lotuofátslistans eru viðunandi sem réttlætir notkun listans í klínísku starfi hérlendis.

Samþykkt: 
  • 19.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22098


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Cand Psych Jóhanna Vigfúsdóttir _lokaeintak.pdf2.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
hi_kapa.pdf161.81 kBOpinnKápaPDFSkoða/Opna