is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22101

Titill: 
  • Horfur sjúklinga sem gangast undir skurðaðgerð vegna lungnakrabbameins á Íslandi hafa batnað
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Lungnakrabbamein er annað algengasta krabbameinið hjá báðum kynjum á Íslandi og greinast 160 einstaklingar árlega. Þriðjungur þeirra gengst undir skurðaðgerð á lunga og læknast helmingur af þeim hópi. Á síðustu árum hafa orðið framfarir í greiningu og meðferð lungnakrabbameins en áhrif þeirra á lifun þessa sjúklingahóps eru ekki þekkt. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða árangur skurðaðgerða við lungnakrabbameini hjá heilli þjóð á 24 ára tímabili með sérstaka áherslu á lifun.
    Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem tók til allra sjúklinga sem gengust undir skurðaðgerð við lungnakrabbameini á Íslandi frá 1991 til 2014. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og æxlin voru stiguð samkvæmt 7. útgáfu TNM-stigunarkerfisins. Lífshorfur voru reiknaðar með aðferð Kaplan-Meier og fjölbreytugreining Cox var notuð til að ákvarða forspárþætti lifunar og hvort lifun hefði breyst á fjögurra ára tímabilum. Útreikningar á lifun miðuðust við 31. desember 2014 og var meðal eftirfylgni 31 mánuður.
    Niðurstöður: Alls voru gerðar 693 aðgerðir á 655 einstaklingum, þar af voru 523 blaðnám (76%), 84 lungnabrottnám (12%) og 86 fleyg- eða geiraskurðir (12%). Kirtilfrumukrabbamein (59%) og flöguþekjukrabbamein (28%) voru algengustu krabbameinin yfir tímabilið. Meðalaldur hækkaði úr 63 árum 1991-1994 í 66 ár 2011-2014 (p=0,017) og hlutfall karla (48%) breyttist marktækt yfir tímabilið. Hlutfall sjúklinga á stigi I og II jókst úr 74% í 87% frá fyrsta til síðasta tímabils (p=0,01). Tilviljanagreiningar (33%) breyttust ekki marktækt yfir tímabilið (p=0,80). Bæði eins árs og þriggja ára lifun jukust marktækt yfir tímabilið (p=0,002), eins árs lifun úr 69% 1991-1994 í 92% 2011-2014 og þriggja ára lifun úr 44% 1991-1994 í 73% 2011-2014. Sjálfstæðir forspárþættir verri lifunar voru hækkandi stigun (ÁH=1,39), aldur (ÁH=1,03) og saga um kransæðasjúkdóm (ÁH=1,25). Aðgerð á síðari hluta tímabilsins (2003-2014) var hins vegar verndandi hvað lifun varðar og ávinningurinn mestur á tímabilinu 2011-2014 (ÁH=0,48, 95% ÖB: 0,30-0,76; p=0,0016), jafnvel þótt leiðrétt væri fyrir aldri og stigun.
    Ályktanir: Horfur sjúklinga sem gangast undir skurðaðgerð vegna lungnakrabbameins hafa batnað á síðustu árum hér á landi. Ekki sést hærra hlutfall tilviljanagreininga eða sjúklinga með staðbundinn sjúkdóm (stig I og II) sem gæti skýrt þessa þróun. Sennilegt er að bætt stigun með aukinni notkun miðmætis- og berkjuómspeglunar og jáeindaskanna velji betur sjúklinga til skurðmeðferðar sem skýrir bættan árangur en viðbótarmeðferð með krabbameinslyfjum eftir aðgerð gæti einnig haft þýðingu.

Samþykkt: 
  • 19.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22101


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hannes_Halldorsson_BSritgerð.pdf1.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna