is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2210

Titill: 
  • Íslensk þýðing á PAI persónuleikaprófinu (Personality Assessment Inventory): Atriðagreining, áreiðanleikaprófun, réttmætisathugun og þáttagreining.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar Personality Assessment Inventory (PAI) voru athugaðir. PAI er 344 atriða sjálfsmatslisti sem metur einkenni geðraskana, samskiptastíl, meðferðarheldni svarenda og réttmæti svara. Áreiðanleiki, réttmæti og þáttabygging prófsins var athugað. Til að kanna samleitni- og aðgreiniréttmæti undirkvarða PAI sem meta þunglyndi, kvíða og áfengisvanda svöruðu þátttakendur Becks Depression Inventory-II, Becks Anxiety Inventory og Short Michigan Alcoholism Screening Test auk PAI prófsins. Úrtakið samanstóð af 243 háskólanemum, 79 áfengissjúklingum, auk 66 sjúklinga af verkjasviði og 44 sjúklinga af geðsviði Reykjalundar. Áreiðanleikastuðlar voru víðast afar háir og allir ásættanlegir. Niðurstöður þáttagreiningar voru svipaðar þeim sem aðrir rannsakendur hafa komist að, þó þáttabyggingin væri ekki eins skýr í þessari rannsókn. Samleitni- og aðgreiniréttmæti þunglyndiskvarða og áfengisvandakvarða PAI var stutt í rannsókninni. Samleitniréttmæti kvíðakvarða PAI (ANX) reyndist gott en aðgreinandi réttmæti var ekki eins afgerandi. Meðaltöl og staðalfrávik meðal Íslendinga voru auk þess í flestum tilvikum sambærileg tölum frá Bandaríkjunum.

Samþykkt: 
  • 15.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2210


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Snaedis_Eva_Sigurdardottir_fixed.pdf849.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna