is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22113

Titill: 
  • Stuðningsefni við hæfniviðmið í leiklist í efstu bekkjum grunnskóla : drög að handbók fyrir leiklistarkennara
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Leiklist kom inn í aðalnámskrá árið 2013 og er nú orðin að fullgildri kennslugrein til jafns við aðrar listgreinar. Því ætti að stefna að því að fagið sé kennt í öllum grunnskólum á landinu. Leiklistin stendur þó höllum fæti gagnvart hinum listgreinunum þar sem enn eru fáir fagmenntaðir leiklistarkennarar úti í skólunum og lítið sem ekkert kennsluefni er til á íslensku. Markmið þessa verkefnis er að greiða leiðina að því að leiklist þróist sem námsgrein í skólakerfinu.
    Til þess að leiklist fái pláss í stundatöflu sem eitthvað annað en valáfangi sem endar á uppsetningu árshátíðarsýningar fyrir skólann eða sem sjálfstyrkingarnámskeið þarf að gera fagið skiljanlegt og aðgengilegt. Það þarf að veita kennurum tæki og tól til að nálgast þau hæfniviðmið sem sett eru fram í aðalnámskrá og miðar þetta verkefni að því. Ég hef sett saman handbók sem kveður á um hvernig nýta megi hinar ýmsu kennsluaðferðir til að ná fram þeim hæfniviðmiðum sem sett eru fram fyrir 10. bekk grunnskóla í leiklist. Ég hef leitast við að gera efnið aðgengilegt og veita skilning á faginu sem slíku og aðferðirnar sem ég set fram eru skýrar og nýtanlegar öllum þeim sem kenna leiklist, hvort sem viðkomandi er leikaramenntaður kennari, kennaramenntaður leikari, eða hefðbundinn grunnskólakennari.

  • Útdráttur er á ensku

    Curriculum Support in Drama/Theatre for 8th–10th Grade
    Drama first appeared in the Icelandic National Curriculum in 2013, and is now a full subject on equal footing with other artistic disciplines. The objective should be that drama be taught in all elementary schools in the country. But drama has not yet caught up with other artistic disciplines as there are very few professionally trained drama teachers in the schools, and hardly any teaching material exists in Icelandic. The goal of my thesis is to clear the path for drama as a subject in the Icelandic school system. The subject needs to be properly understood as a craft and accessible in order to give drama room in the timetable as something other than an elective subject where the main goal is to stage a production or to build students’ self confidence. Teachers need the tools and knowledge to better understand the curriculum’s guidelines for learning outcomes and my thesis aims to provide those.
    4
    I have composed a teaching manual that provides instruction on how various teaching methods may be used to achieve the learning criteria for drama in the 10th grade. The goal is to provide accessible material and that people’s understanding of the subject itself grows, regardless of whether the teacher is a traditional grade school teacher, an actor or an actor/teacher. I have aimed to make the methods clear and practical for anyone teaching drama.

Athugasemdir: 
  • Handbók er ekki opin en hægt er að hafa samband við höfund vilji einhver nálgast eintak.
Samþykkt: 
  • 22.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22113


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
fraedileg_umfjollun.SEF.fskemmu.pdf1.7 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna