is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22135

Titill: 
  • Tvíhyggja kynjanna : áhrif hennar á kyngervi, klæðaburð og hönnun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er gerð rannsókn á tvíhyggju og tvíhyggju kynjanna allt frá fornöld til dagsins í dag. Hér leiðir saman ýmsar kenningar heimspekinga og femínista og fjallað um hvernig þær höfðu áhrif á samfélagsmótun í sambandi við kyngervi, klæðaburð og hönnun. Margar þessara kenninga hafa óneitanlega haft gífurleg áhrif á hugmyndasögu okkar og menningu og hafa mótað samfélagsþróunina. Konur hafa löngum verið álitnar hitt kynið og margar deilur hafa komið upp á yfirborðið um hvernig hún skuli þóknast karlmanninum. Konan hefur verið talin óæðri karlinum og jafnframt að eðli konunnar ráðist aðeins af því sem hana skortir miðað við karlinn.
    Kenningar um tvíhyggju hafa haft mikil áhrif á hugmyndir einstaklingsins um kynið sjálft og sitt eigið kynjaða hlutverk. Klæðaburður hefur mikið vægi innan þeirra hugmynda og gegnir því stóru hlutverki í félagsmótun samfélagsins. Klæðaburður og hönnun hafa í gegnum tíðina lotið ákveðnum reglum um kynhlutverkið og hvernig kynin haga sér út frá því, sem birtist í því hvað er „við hæfi“ í klæðaburði kynjanna. Hér verður rannskað hvernig þessar hugmyndir hafa þróast í gegnum söguna.
    Klæðnaður beggja kynja hefur tekið miklum breytingum í gegnum tíðina og þá sérstaklega klæðnaður kvenna uppúr aldamótunum 1900 þegar bylting skall á í jafnréttisbaráttunni. Börðust þá fjölmargir fyrir auknum rétti kvenna – þar með talið rétti konunnar til að ráða eigin klæðaburði. Femínístar og femínismi yfir höfuð hafa hat mikil áhrif á stöðu konunnar innan samfélagsins og þar af leiðandi félagsmótun einstaklingsins.
    Byrja ég á að skoða hvernig tvíhyggja kynjanna birtist í kenningum Aristótelesar. Þarnæst skoða ég nýrri kenningar heimspekinga og feminista og skoða svo 20. öldina með tilliti til breytinga í klæðaburði kvenna. Í lok ritgerðarinnar greini ég frá afkastamiklum áhrifavöldum þá og nú í fatahönnun sem breyttu miklu fyrir klæðnað kvenna og útlit. Þar er fremst í flokki Coco Chanel sem átti stóran þátt í breytingum á því hvernig konur voru til fara almennt.

Samþykkt: 
  • 23.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22135


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KRISTINSUNNABA.pdf658.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna