is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22136

Titill: 
  • Frelsið, kliðurinn og ögnin : hugmynda- og aðferðarfræði í þremur hljómsveitarverkum eftir Þorkel Sigurbjörnsson
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íslendingar voru lengi að taka við sér þegar kom að þróun tónlistar á 20. öld. Á seinnihluta aldarinnar voru þó nokkur ung tónskáld sem öfluðu sér góðrar tónlistarmenntunar. Þessir menn kipptu Íslendingum inn í nútímann á sviði tónlistar. Einn þessara manna var Þorkell Sigurbjörnsson. Hann sótti sér menntun í Bandaríkjunum ásamt því að fara á sumarnámskeið í Darmstadt. Þegar hann sneri heim úr námi tók hann þátt í þeirri baráttu að kynna nýja tónlist fyrir Íslendingum. Bæði í sínum eigin verkum og með því að kynna verk annarra. Hér verður skyggnst örlítið inn í áratuginn eftir að Þorkell kom heim úr námi. Það verður örlítið skyggnst inn í viðbrögð Íslendinga við þessum nýju stefnum í tónlist. Einnig verður því velt upp hvaða hugmyndir Þorkell kom með í farteskinu að utan og þær hugmyndir sem kviknuðu í upphafi áttunda áratugarins. Að lokum verða þrjú hljómsveitarverk tekin til skoðunar sem talið er að innihaldi staði sem tengjast þessum hugmyndum á einhvern hátt. Reynt verður svo að varpa ljósi á þá aðferðir eða hluta verksins sem gætu tengst þeim hugmyndum sem nefndar eru. Þau verk sem tekin verða til skoðunar eru verkin Flökt (1962), Haflög (1973) og Mistur (1972).

Samþykkt: 
  • 23.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22136


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LHI-Lokaritgerd.pdf1.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna