is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22144

Titill: 
  • Virðismat ungra og hraðvaxta fyrirtækja. Hvert er virði Blands?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í netbólunni í kringum aldamót var aragrúi af netfyrirtækjum sem voru mun hærra verðlögð af mörkuðum en sjóðstreymisgreiningar sögðu til um. Reynt var að réttlæta hátt virði þeirra með ýmsum óhefðbundnum aðferðum sem festu sig misvel í sessi en sjóðstreymisgreining er sú aðferð sem er talin af mörgum sú besta til að meta virði ungra og hraðvaxta fyrirtækja. Enn fremur er mælt með svokallaðri „upp-niður“ aðferð sem felur í sér að meta markaðinn og mögulegar tekjur fyrirtækisins á ákveðnum tímapunkti í framtíðinni og setja fram sviðsetningar með mismunandi árangri fyrirtækisins sem fá mismunandi vægi þegar lokavirði er reiknað. Bland.is byrjaði sem vefur fyrir foreldra árið 2001 en með breyttum áherslum og eignarhaldi, hefur vefurinn þróast í öflugt sölutorg sem er meginstoð rekstrar í dag. Markaðir sem fyrirtækið áætlar að starfa á velta nú þegar milljörðum en þeir eru verslun á netinu, greiðslumiðlun, þjónustuauglýsinga- og netauglýsingamarkaður. Hröð þróun í atvinnugrein, takmarkaður fjöldi mögulegra notenda og hægari vöxtur frá núverandi tekjumódeli eru dæmi um mögulegar hindranir, en sterk staða, hátt þjónustustig og öflugt, vel þróað sölutorg verða sterkar stoðir til að takast á við þær. Ebay, Amazon, Schibsted, Naspers og Carsales eru öll fyrirtæki sem eru lík Bland á einhvern hátt. Starfsemi þeirra var skoðuð á tímabilinu 2008-2014 og var tekjuvöxtur fyrirtækjanna um 18,2% að meðaltali á ári yfir tímabilið. Samanburðarfyrirtæki með aðra starfsemi en á netinu greindu frá hraðari vexti í netstarfsemi sinni en í annarri starfsemi. Stór hluti vaxtar kom einnig í gegnum fjárfestingar í öðrum fyrirtækjum og hafa þau öll mikið magn óáþreifanlegra eigna en stærsta hlutfall þeirra er viðskiptavild sem varð til vegna fjárfestinganna. Framkvæmdar voru sjóðstreymisgreiningar með þremur vaxtaspám með mismunandi vægi auk þess sem greiningar voru gerðar með og án eignfærslu þróunarkostnaðar.

Athugasemdir: 
  • Viðskiptadeild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í fimm ár.
Samþykkt: 
  • 23.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22144


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gísli Jónsson MS-Ritgerð.pdf2.83 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna