ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2215

Titill

Betra er autt rúm en illa skipað: Forsetningar sem vísa til rúms í íslensku og rússnesku

Útdráttur

Viðfangsefni þessarar ritgerðar er forsetningar í rússnesku og íslensku sem vísa til rúms. Í innganginum er sagt frá forsendum rannsóknarinnar, rannsóknarefnið skilgreint og sett markmið. Síðan er litið á hluta forsetningakerfa í rússnesku og íslensku, nútímastöðu þeirra og kerfislegar breytingar í tímans rás. Aðaláhersla er lögð á merkingu forsetninga sem vísa til rúms, afstöðu þeirra hverra til annarra og notkun í nútímamáli. Dæmi um notkun forsetninganna í rússnesku og íslensku, sem ritgerðin er byggð á, eru tekin úr dagblöðum eða bókmenntaverkum rithöfunda 20. aldar. Forsetningar í tungumálunum tveimur eru síðan bornar saman og dregin ályktun um mismun í skipulagi ytra rúms hjá íslensku- og rússneskumælendum. Með því að skoða forsetningakerfin tvö og bera saman notkun forsetninga sem vísa til rúms í rússnesku og íslensku er gerð tilraun til alhæfingar sem liggur utan við svæði málfræðinnar og komist að þeirri niðurstöðu að rúmskynjun hjá fólki af mismunandi uppruna sé ólík.

Samþykkt
17.4.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Betraerauttrum-utd... .pdf50,1KBOpinn Útdráttur PDF Skoða/Opna
Betraerauttrum_fixed.pdf611KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna