is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22169

Titill: 
  • Þriðja leiðin : umfjöllun um gítarnám á Íslandi, þær tvær námskrár sem liggja til grundvallar og hvort rými sé fyrir þriðju leiðina
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Gítarinn á sér rödd í flestum vinsælustu tónlistarstílum veraldar og er óhætt að fullyrða að fá hljóðfæri hafi haft jafn mikil áhrif í tónlist á tuttugustu öldinni.
    Í ritgerðinni verður fjallað um gítarnám á Íslandi og þær námskrár sem liggja til grundvallar. Farið verður stuttlega yfir sögu gítarsins og hvernig hljóðfærið hefur tekið breytingum í misjafnar áttir eftir þörfum þeirra sem spila á hljóðfærið og þannig skipt sér í flokka eftir þeim stílum tónlistar sem spiluð er á það. Einnig verður farið stuttlega yfir helstu tónlistarstíla sem gítar er áberandi í og hvernig ákveðnar stíltegundir hafa blandast saman.
    Þeirri spurningu verður velt upp hvort pláss sé fyrir þriðju leiðina í gítarkennslu eða einhvers konar opnun á kerfinu og jafnvel í tónlistarkennslu á Íslandi almennt. Tekin voru viðtöl við tíu gítarkennara sem starfa í umhverfi þeirra námskráa sem kerfið byggir á. Þar kemur fram hvað þeir telja vera helstu kosti og galla núverandi kerfis og hvaða áherslur þeir myndu vilja sjá í einhvers konar þróun á kerfinu.
    Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að úrbóta virðist vera þörf og að mögulega sé pláss fyrir þriðju leiðina í gítarkennslu sem myndi samnýta áherslur úr klassískri og rytmískri nálgun á tónlist auk þess að huga vel að áhugasviðum hvers nemanda fyrir sig. Í ritgerðinni koma einnig fram ábendingar og hugmyndir um það sem betur mætti fara og það sem gott væri að bæta við núverandi kerfi. Það er ósk höfundar að þær upplýsingar sem koma hér fram verði hugsanlega notaðar sem útgangspunktur fyrir sameiginlega hugmyndavinnu kennara sem verði svo til þess að þriðja leiðin í gítarnámi og jafnvel í tónlistarnámi almennt verði að veruleika og bæti þar með tónlistarmenntun á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 24.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22169


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þriðja leiðin BA-ritgerð. Skapandi tónlistarmiðlun.pdf314.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna