is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22188

Titill: 
  • Thoth Tarot : áhrif formfræðinnar á miðlun táknfræðinnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Thoth Tarot eru tarotspil sem voru hönnuð og útfærð á árunum 1938-1943. Þau voru hugmyndasmíð umdeilda dulspekingsins Aleister Crowley en hann naut dyggilegrar aðstoðar myndlistakonunnar Lady Frieda Harris. Harris myndgerði flóknar hugmyndir Crowley og útfærði yfir í sjötíu og átta myndir spilanna. Harris sýndi afburðaleikni við útfærslu þessa listaverka sem hvert og eitt spil ber vitni um.
    Thoth Tarot leit þó ekki dagsins ljós fyrr en árið 1969. Hvorki Crowley né Harris lifðu til að sjá Thoth Tarot útgefið. Í dag hefur þessi tarotstokkur öðlast miklar vinsældir og góðan orðstýr fyrir umfangsmikla dýpt og tærleika spilanna.
    Í þessari ritgerð er leitast við að skoða hvernig formfræði í ásýnd spilanna getur haft bein áhrif á bæði tákn og miðlun táknfræðinnar. Einnig verður skoðað hvernig myndmál og táknfræði getur haft sterk árhrif á þann sem skoðar. Það verður meðal annars greint út frá sjónarhorni svissneska sálfræðingsins Carl G. Jung með kenningum hans um sálrænar erkitýpur mannsins sem eiga sér stað í undirmeðvitundinni.
    Hér verður varpað ljósi á undirliggjandi kerfi tarot og tengingu Thoth Tarot við Kabala, hermetisma, alkemíu og varprúmfræði og hvernig sértæk nálgun og útfærsla Lady Frieda Harris á þessu hefur áhrif á mynd- og táknheim spilanna.
    Lykilorð: Thoth Tarot, hermetismi, alkemía, kabala, myndlæsi

Samþykkt: 
  • 24.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22188


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð-Rakel-Erna2.pdf879.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna