is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22189

Titill: 
  • Mörk hagnýtra og almennra lista : hvar l[i]ggur línan og þarf hún að vera til staðar?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð ætla ég að skoða mörkin milli hagnýtra og almennra lista, þau geta verið óljós en tengjast þó órjúfanlegum böndum og segja má að þetta séu tvær hliðar á sama peningi. Ég legg aðallega áherslu á grafíska hönnun og myndlist en þessar greinar eiga margt sameiginlegt, þrátt fyrir það telja margir þetta vera tvo ólíka hluti. Í hugum flestra gengur grafísk hönnun út á það að selja vöru eða hugmynd á meðan myndlist er einlægt tjáningarform listamannsins, það er vissulega rétt en málið er flóknara en svo.
    Hönnun og listir voru ekki alltaf aðskilin, heldur urðu þau viðskila með tilkomu vélarinnar. Ástæðan fyrir þessum aðskilnaði var iðnbyltingin. Fyrir iðnbyltingu voru verkþættir sjónlista: hugmynd, útfærsla og framkvæmd á einni hendi en þegar vélvæðingin kom til sögunnar fjarlægðust þessir verkþættir hvor annan. Fleira kom til, list, afnot og nytjar sem höfðu áður lifað í sátt og samlyndi áttu ekki lengur samleið. Tæknivæðingin og markaðslögmálið kom upp á milli þeirra. Það var farið að teikna upp framleiðslu á allskyns nytjavöru og listamenn voru fengnir í verkið, þá fengu þeir heitið hönnuðir, í kjölfar þess kom upp spurningin, er ég listamaður? Eða er ég hönnuður? Listamennirnir voru farnir að selja sál sína fyrir vélina. Hér sem annarsstaðar hafa margir af fremstu listamönnum unnið við grafíska hönnun til að eiga fyrir nauðþurftum.

Samþykkt: 
  • 24.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22189


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Almennar.og.hagnytarlistir-Viktor.Weisshappel.pdf1.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna