is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22192

Titill: 
  • Sjálfbærni Íslendinga! : Framleiðslumöguleikar byggingarefna á Íslandi til minnkunar á vistspori þjóðar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Mál og málefni er snerta sjálfbærni Íslendinga eru mikilvæg. Hér er horft til þess hvort Íslendingar geti minnkað vistspor sitt í byggingariðnaði og reynt verður að svara spurningunni; Er hægt að minnka vistspor Íslendinga í byggingariðnaði?
    Æskilegt er að stuðla að meiri sjálfbærni á Íslandi, með því að nýta staðbundin hráefni og vinna þau í byggingarefni sem notuð eru í nálægð við byggingarstað þar sem vegalengdir eru ekki langar á Íslandi.
    Meirihluti alls byggingarefnis á Íslandi er innflutt og gríðarlegt magn af óendurnýjanlegri orku (olíu) fer í flutning byggingarefnis hingað til lands hvort sem það eru flutningar á sjó eða lofti.
Fjallað er um opinberar stefnur um umhverfisáhrif, nýtingu á íslenskum efnum til byggingariðnaðar, hvað er til og hvað væri mögulega hægt að framleiða hér á landi.
    Fjallað verður um nokkur íslensk framleiðslufyrirtæki sem framleiða byggingarefni úr staðbundnu hráefni og einnig er fjallað um möguleikana á framleiðslu sem nú þegar hafa verið gerðar prufanir á. Ný efni eru að koma til sögunnar t.d. koltrefjar og basalttrefjar, munu þau leysa stálið af hólmi?
    Lykilorð: vistvæni, vistspor

Samþykkt: 
  • 24.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22192


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hakon BA lokaskil.pdf334.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna