is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22199

Titill: 
  • „...og það hljómar ávallt glaðlegt lag„ : tónlist í fangabúðum nasista í síðari heimsstyrjöldinni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í fangabúðum nasista í síðari heimsstyrjöldinni spilaði tónlist margþætt og mikilvægt hlutverk. Hljómsveitir skipaðar föngum mátti finna í flestum fangabúðum. Þær voru þáttur í daglegu lífi fanganna ásamt því að leika á tónleikum fyrir SS foringja og fangaverði. Tónlist varð að stjórntæki fyrir aga, verkfæri fyrir pyndingar og tól til blekkinga. Fangar marseruðu til og frá daglegum störfum við undirleik hljómsveitarinnar. Fangar voru pyndaðir með þýskum gleðisöngvum meðan hljómsveitin lék þekktar perlur fangavörðum til dægradvalar. Tónlist var nýtt til að hylma yfir það sem ekki mátti heyrast. Nærvera tónlistar hafði bæði jákvæð og neikvæð áhrif á fangana en líktist tónlistarþerapíu fyrir fangaverðina. Hljóðfæraleikararnir gátu spilað fyrir lífi sínu en gengu í gegnum bæði andlegar og líkamlegar pyndingar með þátttöku sinni. Tónlistarsköpun meðal fanganna fór fram í leyni og gat veitt þeim hugarró þegar mest á reyndi. Tónlist rammaði inn „leikhús“ nasismans og gaf þeim vægi til að réttlæta gjörðir sínar í skjóli þýskrar menningar og höfðu djúpstæð áhrif á þróun tónlistar á eftirstríðsárunum.

Samþykkt: 
  • 24.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22199


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ASKELL_HARDARSON.pdf604.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna