is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22226

Titill: 
  • Utan garðs : innan seilingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Forvitnin getur verið drífandi afl. Hún kveikir hjá mér löngun til að skoða í króka og kima. Hún ýtir undir leit mína að svörum við tilvistarlegum spurningum sem gerir mér kleift að læra og þroskast. Að halda á vit hins ókunna. Í þessarri ritgerð geri ég grein fyrir hugðarefnum mínum sem hafa tekið sér bólfestu í verkum mínum. Ritgerðin er rannsókn á upplifun minni á tilverunni, á ferðalaginu sem ég hef tekið mér fyrir hendur og hvar ég hef borið niður á leiðinni. Hún inniheldur heimspekilegar vangaveltur um lífið og tilveruna og geri ég grein fyrir því hvernig þessar hugleiðingar hafa umbreyst í leik með efni og hljóð og í form, í framsetningu verka minna. Þau fjalla gjarnan um innri og ytri (raun)veruleika, hið huglæga og andlega og skynjun á umheiminum. Í ritgerð minni tengi ég þessa hugrenninga mína því sem mér finnst sammerkt í ritum og frásögnum listamanna og lífsspeki til að gera betur grein fyrir hugðarefnum mínum. Ég hef í gegnum tíðina velt fyrir mér hver sé kjarni mannlegrar tilvistar og mun beina ljósi að nálgun minni og upplifun á því fyrirbæri. Ég velti upp spurningum um frelsi og tengi þær til að mynda skrifum listamanna á borð við Agnes Martin, Vassilji Kandsinskij og Joseph Beuys. Taktur og tónlist er mér líka hugleikin. Um hana fjalla ég og set í samhengi við óhlutbundna list. Að lokum kem ég inn á jafnvægið og þar bind ég endahnútinn á ritgerðina. Í listaverkum mínum, líkt og í lífinu almennt, sný ég við steinum og hreyfi við huglægum undirstöðum. Þessi ritgerð er enn eitt verkfærið til þess.

Samþykkt: 
  • 24.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22226


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
UTAN GARDS INNAN SEILINGAR.PDF1.85 MBLokaður til...01.01.2025HeildartextiPDF