ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2223

Titill

Þjónusta almenningsbókasafna á höfuðborgarsvæðinu við unglinga

Útdráttur

Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvaða þjónusta unglingum væri boðin hjá almenningsbókasöfnunum á höfuðborgarsvæðinu. Meðal þess sem var kannað, var húsnæði, safnkostur, netaðgangur, aðgangur að tölvum og dagskrá sem er sniðin sérstaklega fyrir unglinga. Einnig var kannað hvað gæti hindrað bætta eða aukna þjónustu við unglinga. Rannsóknargagna var aflað með eigindlegum rannsóknaraðferðum og var rætt við 10 starfsmenn frá sjö almenningsbókasöfnum. Þá var gerð ein þátttökuathugun og þar að auki voru aðstæður skoðaðar á söfnunum sjö. Helstu niðurstöður voru þær að almenningsbókasöfnin leitast við að bjóða unglingum góða þjónustu. Starfsmenn eru meðvitaðir og áhugasamir um að bæta eða auka þjónustuna og reyna eftir bestu getu að komast að því hvaða þjónustu unglingar sækjast eftir. Það sem helst mætti bæta er húsnæðið, að því leyti að hafa sérstaka unglingadeild. Á sumum söfnunum var ekki nóg rými til að hafa sér deild fyrir unglinga og starfsmenn nefndu húsnæði og skort á hugmyndum um hvernig bæta má þjónustuna sem helstu hindranir. Það kom á óvart að þrír starfsmenn nefndu að þeir hefðu sektarkennd yfir því að hafa ekki sinnt unglingum nógu vel. Einnig kom fram að unglingar drægju úr heimsóknum sínum á almenningsbókasöfn á efsta stigi í grunnskóla.

Samþykkt
20.4.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
kasafna_fixed.pdf786KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna