is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22250

Titill: 
  • Áhrif réttarfarslegra ákvarðana meiðyrðamála á vernd tjáningarfrelsis
  • Titill er á ensku Judicial decisions in libel cases and the protection of freedom of speech
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meðal þeirra takmarkana sem um tjáningarfrelsið gilda eru ákvæði almennra hegningarlaga um ærumeiðingar. Þau gera mönnum kleift að höfða mál til ómerkingar ummæla og greiðslu miskabóta þegar meingerð er unnin gegn æru þeirra. Réttarfarslegar ákvarðanir í slíkum málum skipta ekki síður máli en þær sem snúa að efnislegri hlið málsins þar sem með þeim er oft kveðið á um mikilvæg réttindi málsaðila. Undanfarin ár hefur það virst nokkuð algengt að málskostnaður hafi verið felldur niður í meiðyrðamálum og þá sérstaklega þegar um ræðir sýknumál. Venja þessi er alla jafna ekki sérstaklega rökstudd í niðurstöðum dómstóla. Þar sem rökstuðningur við slíkar ákvarðanir hefur verið af skornum skammti voru meiðyrðamál á árunum 2000 – 2014 skoðuð sérstaklega til að leggja mat á venju dómstóla til niðurfellingar málskostnaðar í þessum tilteknu málum. Í tæplega helmingi þeirra mála er athuguð voru var málskostnaður felldur niður og var það mun algengara í sýknumálum. Þá var einnig tekin til athugunar framkvæmd Hæstaréttar á veitingu áfrýjunarleyfa í meiðyrðamálum, en þar sem dæmdar fjárkröfur eru alla jafna lágar í meiðyrðamálum þarf oft að sækja um áfrýjunarleyfi þegar áfrýja á dómi þar sem ummæli hafa verið ómerkt og fjárkröfur dæmdar. Á árunum 2000 – 2014 komust aðeins fjögur mál til Hæstaréttar í flokki meiðyrðamála þar sem stefndi hafði tapað máli í héraðsdómi og ekki uppfyllt skilyrði áfrýjunar. Þar sem stefnendur í slíkum málum hafa óskorað aðgengi að Hæstarétti, ef þeir tryggja að dómkröfur sínar nái áfrýjunarfjárhæð, myndast nokkuð ójafnvægi á milli stefnenda og stefndu. Að þessu virtu og með vísan til venju um niðurfellingu málskostnaðar var dregin sú ályktun að með framangreindri framkvæmd dómstóla mætti skapa tjáningarfrelsinu kælingaráhrif. Þá var ennfremur ályktað að framkvæmd varðandi þessi atriði þyrfti að vera gegnsærri svo að hægt væri að leggja mat á hvort að í framkvæmd dómstóla fælist takmörkun á tjáningarfrelsinu.

  • Útdráttur er á ensku

    Among those restrictions placed on the freedom of speech are provisions prohibiting libel and allowing individuals who have been defamed to seek the annulment of the libelous statements made in addition to seeking compensation. Judicial decisions in such cases are important as they can affect valuable rights of the parties involved. In recent years it seems that the Icelandic courts have more commonly decided that litigation costs should be dismissed despite cases having a clear victor. This seems to be more common in those cases where the defendant has won the case. The decisions to dismiss litigation costs is generally not supported thoroughly in the final judgement. In order to ascertain the reasoning for this custom and its effects a study of libel cases ranging from 2000 – 2014 was conducted. In just under half the cases litigation costs were dismissed and was this a more common practice in cases where the ruling fell in the defendant’s favor. Also discussed is the granting of appeal permits in libel cases. The awarded financial claims in such cases are generally quite low and often do not meet the minimum requirements for appeals to the Supreme Court. For this reason defendants who lose their case in the district courts may often have to seek an appeal permit. It appeared rare that these cases made it to the Supreme Court and in the years 2000 – 2014 only four cases were admitted to the court based on an appeal permit. Considering this and referring to the custom to dismiss litigation costs it was considered that these practices may have a chilling effect on the freedom of speech and that they must be more transparent in order to ascertain whether they could impose a restriction on the freedom of speech.

Samþykkt: 
  • 25.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22250


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman ML - Baldur Karl Magnússon.pdf840.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna