is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22265

Titill: 
  • Rannsóknaraðferðir lögreglu með áherslu á samanburðarrannsóknir
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rannsóknaraðferðir lögreglu hafa tekið umtalsverðum breytingum í kjölfar þeirra framþróunar sem átt hefur sér stað síðustu ár og áratugi. Lögregla hefur kappkostað að mæta nýjum og harðari heimi afbrota með margþættum og tæknilegum rannsóknarúrræðum. Viðfangsefni ritgerðarinnar er því að varpa ljósi á þær aðferðir sem lögregla beitir við rannsókn sakamála. Fjallað er um hverja aðferð fyrir sig með sjálfstæðum hætti og gerð verður grein fyrir framkvæmd þeirra og markmiðum. Í ljósi þess er stuðst við fjölda Hæstaréttardóma sem fallið hafa á þessu sviði. Einnig er leitast við að greina frá þýðingu rannsóknaraðferða fyrir dómstólum, bæði við sönnunarfærslu máls og niðurstöðu þess.
    Jafnframt er meginháhersla ritgerðarinnar að draga saman þann samanburð sem rannsóknaraðferðir lögreglu bera með sér. Jöfnum höndum er átt við rannsóknarúrræði sem falla undir samanburðarrannsóknir, sbr. 6. mgr. 8. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, sem og aðferðir sem ekki falla þar undir en bera þó með sér ákveðinn samanburð.
    Niðurstöður ritgerðarinnar voru í meginatriðum þær að almennt horfa dómstólar landsins mikið til þeirra rannsóknaraðferða sem lögregla beitir við rannsókn sakamála. Þá eiga ýmis úrræði lögreglu ekki stoð í lögum, þrátt fyrir að viðtekin venja sé að þeim sé beitt. Réttarframkvæmd sýnir þó að þegar svo ber undir hefur það engin áhrif á gildi þeirra fyrir dómstólum. Af ritgerðinni var einnig ályktað að veikleiki er í rannsóknaraðferðum lögreglu sem hefur m.a. þær afleiðingar að hún á erfiðara með að sinna markmiðum sínum, sbr. 1. gr. lögreglulaga.

Samþykkt: 
  • 25.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22265


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML RITGERÐ-PDF.pdf755.29 kBLokaður til...01.06.2035HeildartextiPDF