is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22308

Titill: 
  • Skilin milli kynferðis- og ofbeldisbrota : greining á hrd. 521/2012 (Hells Angels)
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að fá sem skýrustu mynd af því hver skilin milli kynferðisbrota og ofbeldisbrota almennra hegningarlaga nr. 19/1940 (hgl.) eru. Fyrst er farið yfir þróun refsinga við kynferðisbrotum hér á landi og þær bornar saman við norræna framkvæmd auk þess sem farið er í gegnum þróun refsiákvæða ofbeldisbrota, þ.e. 217. og 218. gr. hgl. Þá er fjallað um skilin milli kynferðis- og ofbeldisbrota og greint á milli hvenær ofbeldi er verknaðaraðferð í kynferðisbroti, hvenær ofbeldisfullt kynferðisbrot er aðeins brot gegn nauðgunarákvæði 194. gr. hgl. og hvenær einungis er um ofbeldisbrot að ræða þrátt fyrir að kynfæri komi við sögu. Skilin milli kynferðis- og ofbeldisbrota velta mikið á því hvort kynferðisbrot sé þvingun til samræðis eða annarra kynferðismaka en gerð verður nánar grein fyrir hugtakinu í ritgerðinni. Samkvæmt 194. gr. hgl. ætti ekki að gera greinarmun þar á þótt dómaframkvæmd hafi í einstaka tilviki sýnt hið gagnstæða, sbr. Hrd. 521/2012 (Hells Angels). Af þeim dómi leiðir að skilin milli kynferðis- og ofbeldisbrota þykja óljósari þegar um önnur kynferðismök er að ræða. Almennt virðist í dómaframkvæmd vera samhljómur um hvað flokkist undir önnur kynferðismök en sem dæmi má nefna þá athöfn að setja fingur í leggöng eða endaþarm. Þó snéri Hæstiréttur þeirri túlkun við þegar Hells Angels málið féll í Hæstarétti. Í því máli komst meirihluti Hæstaréttar að því að sú háttsemi að setja fingur inn í leggöng og endaþarm brotaþola og klemma á milli hafi verið hluti af ofbeldisbroti. Þar af leiðandi var aðeins sakfellt fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. hgl. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að ef ofbeldi sem beitt er með kynferðisbroti fellur undir 217. gr. hgl. þá sé um ofbeldisbrot að ræða en ef ofbeldið fellur undir 218. gr. hgl. þá er um ofbeldis- og kynferðisbrot að ræða. Hells Angels málið sé því einhvers konar einsdæmi sem hefur ekki enn sýnt fram á að hafi fordæmisgildi.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this thesis is to outline a clear definition between a sexual offence and violent offence in the Penalty Act no. 19/1990. At first, we will look at the Icelandic and Nordic development in regards to sexual offences and it´s punishment implementation as well as development of penalties of violent offences, i.e. section 217. and 218. Penalty Act. After that, the definition between sexual offence and violent offence will be discussed. Next, it will be determined when violence in action becomes sexual harassment. Finally, it will be discussed when a violent sexual offence is only considered an offence against the rape provision in article 194. Penalty Act and it will be determined when it´s only a violent offence even though genitals are involved. The definition between a sexual offence and a violent offence highly depends on whether the sexual offence was a forced intercourse or of any other sexual related activity, according to section 194. Penalty Act. that does not require further explanation. However, the case law has proven that there is an uncertainty if the sexual offence is other than intercourse, according to Supreme Court, case 521/2012 (Hells Angels). Next the concept “related sexual activities“ will be analyzed. The case law studied seemed to all have the same opinion in regards to the meaning of “related sexual activities“, i.e. for example to insert a finger into a vagina and rectum would fall under that same concept. Until the case of Hells Angels stated otherwise. The conclusion of the thesis states that if violence includes a forced sexual offence and falls under section 217. Penalty Act, then it´s a violent offence. However, if the offence falls under section 218. Penalty Act, then it´s considered a violent offence and a sexual offence. The case of Hells Angels is looked at as unheard that hasn´t yet shown to have any precedence.

Samþykkt: 
  • 30.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22308


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SKILIN MILLI KYNFERÐIS- OG OFBELDISBROTA .pdf609.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna