is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22310

Titill: 
  • Er meðferð heimilisofbeldismála á Íslandi í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að svara þeirri spurningu hvort meðferð heimilisofbeldismála á Íslandi sé í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu. Í íslenskum lögum er ekki að finna sérstakt refsiákvæði sem nær yfir alla efnisþætti heimilisofbeldis en ýmis lagaákvæði, bæði í almennum hegningarlögum nr. 19/1940 og öðrum lögum gera brotin refsiverð. Flest brotanna eiga undir 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga, um minniháttar líkamsárás. Samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins sæta brot á ákvæðinu ekki ákæru nema brotaþoli leggi fram refsikröfu eða almannahagsmunir liggi þar að baki. Heimilisofbeldi er alvarlegt mein í íslensku samfélagi og var markmið ritgerðarinnar meðal annars að skoða hvort almannahagsmunir liggi að baki því að uppræta þau alvarlegu brot sem framin eru inni á heimilum hér á landi. Leiðin að markmiðinu var fyrst og fremst að gera grein fyrir þeim afleiðingum sem þekkt er að heimilisofbeldi hafi á þolendur og þau börn sem inni á heimilinu eru og hvernig sá vandi flyst svo inn í skólakerfið og heilbrigðiskerfið.
    Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest í dómum sínum að þolendur heimilisofbeldis séu berskjaldaðir einstaklingar sem eiga rétt á ríkari vernd ríkisins en aðrir. Farið var yfir þá helstu dóma sem fallið hafa í meðförum dómstólsins er varða málefnið. Með hliðsjón af því sem þar kom fram var skoðað hvernig meðferð þessi brot fá í íslensku réttarkerfi. Ekki verður því slegið föstu að lagasetningu sé ábótavant hér á landi. Þó verður að telja að sú meðferð sem brotin fá séu ekki í samræmi við þær jákvæðu skyldur er hvíla á stjórnvöldum samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu. Þar sem ekki virðist litið svo á að almannahagsmunir liggi að baki því að koma í veg fyrir þessi brot sýnir skilningsleysi yfirvalda á alvarleika brotanna. Er það mat höfundar að til þurfi hugarfarsbreytingu. Auka þarf skilning á afleiðingum þessarar valdníðslu sem fram fer inni á heimilum og vernda þolendur þess með því að virkja 2. mgr. 217. gr. hgl. í heimilisofbeldismálum. Um er að ræða samfélagslegan lýðheilsuvanda sem er staðreynd á Íslandi

Samþykkt: 
  • 30.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22310


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal-BA-Heimilisofbeldi-PDF.pdf975.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna