is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22311

Titill: 
  • Skattlagning fjármálafyrirtækja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið ritgerðar þessarar er að fjalla um þá öru þróun skattlagningar á fjármálafyrirtæki í kjölfar hins meinta efnahagshruns árið 2008. Á síðustu sjö árum hafa verið settir nýir skattar sem fjármálafyrirtækjum er sérstaklega gert að greiða, auk þess hefur verið hækkun á þjónustugjöldum á þessi fyrirtæki. Höfundur spyr sig því er eðlilegt að skattleggja þessa atvinnugrein jafn íþyngjandi og gert er í dag? Efnisinntök ritgerðarinnar eru með þeim að hætti að fyrst verður gert grein fyrir hugtakinu skattur og þjónustugjöldum en höfundi þótti mikilvægt að það yrði gert samhengisins vegna. Þá er söguleg þróun á íslenskum fjármálamarkað og umfjöllun um þá umdeildu og sögulegu atburði sem gerðust á Íslandi 2008 þegar þrír stærstu viðskiptabankarnir voru í neyð yfirteknir af íslenskum stjórnvöldum. Næstu kaflar ritgerðarinnar og meginumfang hennar snýr að því að tilgreina þær reglur sem gilda um skattlagningu og gjaldtöku fjármálafyrirtækja, hvaða þjónustugjöld og skattar það eru sem hvíla á fjármálafyrirtækjum. Helsta nýja skattlagningin sem farið verður í er sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki og fjársýsluskattur. Þá eru fjölmörg álitaefni sem tengjast þessum gjöldum og skattlagningu, til að mynda eru ýmis fjármálafyrirtæki á þessum markaði sem eru undanþegin gjöldum og sköttum sem er athyglisvert út frá jafnræðissjónarmiði á svo smáum markaði. Þá hefur þessi aukning á skattlagningu á fjármálafyrirtæki hamlað samkeppnishæfni íslenskra fjármálafyrirtækja. Í síðari hluta ritgerðar verður fjallað um stöðuna eins og hún er árið 2015 og sérstaklega skattlagningu hina föllnu banka og skuldir sem andlag skattlagningar. Að lokum verður í ritgerðinni farið yfir sérstöðu þessarar atvinnugreinar gagnvart öðrum fyrirtækjum og hvort fyrir hendi séu einhverjar ívilnandi heimildir fyrir fjármálafyrirtæki sem koma til móts við þá auknu skattlagningu sem atvinnugreinin sætir.

  • Útdráttur er á ensku

    The main objective of this thesis is to discuss the swift development of the taxation of Icelandic financial institutions in the wake of the economic collapse in 2008. Over the last seven years numerous new taxes have been placed on these financial institutions along with additional service charges. The author asks if it is normal to tax this sector as enormously as it is done today. Materially this thesis is structured as such; first the author will explain the concept and context of tax and service charges. Then, the historical development of local financial markets and discussion on the historical events that took place in Iceland in 2008, when the three largest commercial banks were taken over by the Icelandic government, for a brief while. The next chapters of the thesis and main input, is to specify the rules on taxation and other charges placed on financial institutions. This increase in taxation on financial institutions, in particular in the form of financial activities tax and a special tax on financial institutions, has been considered to inhibit the competitiveness of Icelandic financial institutions. There are numerous issues relating to these charges and taxation, for example, various financial institutions in this market are exempt from fees and taxes, which is interesting from the point of view of equality in such a small market. The second part of the thesis discusses the current situation and especially the taxation of the failed banks and the liabilities subject to taxation. Finally, the paper reviews the specifics of this industry to other companies and whether there is any preferential source for financial institutions.

Samþykkt: 
  • 30.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22311


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skattlagningfjarmalafyrirtaekja.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna