is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22314

Titill: 
  • Almenn hæfisskilyrði stjórnarmanna samkvæmt 66. gr. laga nr. 2/1995
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í hlutafélagalögum nr. 2/1995 er kveðið á um margvíslegar skyldur stjórnarmanna varðandi stjórnarsetu þeirra í hlutafélögum. Ritgerð þessi fjallar um þau hæfisskilyrði sem stjórnarmenn verða að uppfylla til þess að teljast bærir til að sitja í stjórn hlutafélags. Lögð er áhersla á að rannsaka hver fer með eftirlitið með því að stjórnarmenn uppfylli hæfisskilyrðin og hvernig því eftirliti er háttað. Ljóst er að tryggja verður að nægilegt eftirlit sé með því að stjórnarmenn uppfylli hæfisskilyrði laganna svo lagaákvæðið missi ekki merkingu sína. Þá er kannað hver hin almennu hæfisskilyrði eru í dönskum og enskum hlutafélagalögum og hvert eftirlitið er með því að stjórnarmenn uppfylli þau skilyrði.
    Við skrifin var að mestu leyti stuðst við lögskýringargögn með íslenskum hlutafélagalögum, skrif fræðimanna auk íslenskra dóma. Einnig var litið til danskra og enskra heimilda.
    Umfjöllunarefnið er sett fram með þeim hætti að í kafla tvö er ítarleg umfjöllun um hin almennu hæfisskilyrði hlutafélagalaga og farið er yfir hvaða áhrif það hefur ef skilyrðin eru ekki uppfyllt. Í kafla þrjú er fjallað um það hvernig eftirlitinu er raunverulega háttað hér á landi með því að stjórnarmaður í hlutafélagi uppfylli hæfisskilyrðin. Í fjórða kafla eru enskri og danskri réttarframkvæmd gerð skil og að lokum koma niðurstöður höfundar fram í fimmta kafla. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að þrátt fyrir að ákveðið eftirlit sé til staðar, með því að stjórnarmenn uppfylli almennu hæfisskilyrði hlutafélagalaga, er það þrátt fyrir allt handahófskennt og því mjög ábótavant.

Samþykkt: 
  • 1.7.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22314


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Almenn hæfisskilyrði stjórnarmanna.pdf528.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna