is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22315

Titill: 
  • Rangar sakargiftir samkvæmt 148. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um rangar sakargiftir, það er að segja brot gegn 148. gr. almennra hegningarlaganna nr. 19/1940. Til rangra sakargifta teljast þeir verknaðir sem notaðir eru í því skyni að valda því að saklaus maður verði sakaður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað.
    Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er að gefa skýra mynd af ákvæðinu og notkun þess í dómaframkvæmd, farið er yfir helstu atriði út frá sjónarhóli refsiréttar. Rangar sakargiftir raska hagsmunum ákveðinna einstaklinga mjög tilfinnanlega, einstaklingshagsmunir eru taldir sitja í fyrirrúmi fyrir opinberum hagsmunum með þeim afleiðingum að samþykki brotaþola getur leyst sakarábera undan refsingu. Sú staðreynd býður upp á misnotkun á réttarkerfinu ef vilji er til þess, einstaklingar gætu samið sín á milli hver tæki sökina og þar með komist upp með afbrot. Í ritgerðinni verður leitast við að varpa ljósi á hvort þörf sé fyrir
    lagabreytingar til að koma í veg fyrir slíka misnotkun á réttarkerfinu og ef svo er hvers kyns breytingar. Í því samhengi verður litið til sambærilegra ákvæða í norrænum rétti. Tiltölulega fá mál hafa ratað fyrir Hæstarétt vegna slíkra brota, því var litið til allra dóma sem fallið hafa á því dómstigi með hliðsjón af ákvörðun refsingar, dómarannsókn nær því frá árinu 1935 til 2013.
    Helstu niðurstöður eru að brot gegn 148. gr. hgl., eru oftar en ekki samofin annarri refsiverðri háttsemi sem gerir það að verkum að erfitt er að greina refsingu vegna röngu sakargiftanna. Hvað varðar hugsanlega misnoktun á réttarkerfinu, með fölskum játningum, telur höfundur að lagabreytingar séu ráðlegar en með slíkum varnaráhrifum væri hægt að koma í veg slíka misnotkun líkt og gert hefur verið í Danmörku og Noregi.

Samþykkt: 
  • 1.7.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22315


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA lokaútgáfa.pdf767.73 kBLokaður til...14.05.2025HeildartextiPDF