is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22320

Titill: 
  • Öryggisstjórnunarkerfi fyrir fiskiskip
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi verkefni er framlag til meistaraprófs í byggingarverkfræði með sérhæfingu á sviði framkvæmdastjórnunar við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.
    Fiskiskip teljast til vinnustaða og ber að hafa öryggi þar eins best og á verður kosið. Langflest slys sem verða á skipum á Íslandi verða á fiskiskipum [1]. Því ber að stuðla að góðu og öruggu vinnuumhverfi um borð á fiskiskipum og telur höfundur að það gæti náðst ef unnið er eftir góðu öryggisstjórnunarkerfi. Sjávarútvegur og fiskveiðar eru ein mikilvægasta [2], elsta og lengst af stærsta atvinnugreinin á Íslandi en jafnframt ein sú hættulegasta og því er mikilvægt að öryggi sjómanna sé eins og best verður á kosið. Öryggisstjórnunarkerfi hefur það hlutverk að greina markvisst með hvaða hætti slys verða um borð í skipum. Gerðar hafa verið ýmsar úttektir á öryggisstjórnunarkerfi fyrir fiskiskip en ennþá hefur ekki verið sett saman kerfi sem hentar.
    Í þessu verkefni var skoðað hvað hefur verið gert til að koma á öryggisstjórnunarkerfum í fiskiskipum á Íslandi, í samvinnu við þrjár útgerðir voru lagðir fram spurningalistar um borð í fjórum skipum til að leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum:
    1) Hver er þörfin og hvernig má útfæra öryggisstjórnunarkerfi í fiskiskipum á Íslandi?
    2) Hver eða hverjir eiga að bera ábyrgð á öryggismálum um borð í fiskiskipum á Íslandi?
    3) Er skynsamlegt að setja skoðunarferli í hendur útgerðar og áhafnar, eigin skoðun sem verkferil í öryggisstjórnunarkerfum?
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós svör við rannsóknarspurningunum. Þörfin fyrir öryggisstjórnunarkerfi í fiskiskipum á Íslandi er töluverð. Þá sérstaklega þegar stærri útgerðir eiga í hlut. Þá er það mat höfundar að útgerðin eigi að bera ábyrgð á því að ráða mann eða menn sem öryggisstjóra eða öryggisfulltrúa um borð og hann eigi að bera ábyrgð á öryggismálum um borð. Að lokum telur höfundur að það væri skynsamlegt að setja skoðunarferli í hendur útgerðar eða áhafnar ef það yrði gert almennilega. Innleiðing á eigin skoðun yrði að vera í sátt við útgerð og áhöfn og jafnvel þyrfti að setja það í lög að eigin skoðun yrði gerð á fiskiskipum til þess að því yrði framfylgt.
    Lykilorð: Fiskiskip, öryggisstjórnun, áhættumat, eftirfylgni, eigin skoðun

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is a contribution to a master‗s degree in civil engineering with specialization in construction management at Reykjavík University.
    Fishing vessels are considered workplaces and the safety there should be at its best. Most accidents that occur on ships in Iceland are on fishing vessels [1]. Therefore good and safe working conditions should be promoted on board fishing vessels and the author believes that it could be achieved if owners and crew use a safety management system. Fisheries and fishing is the most important [2], the oldest and for a long time the largest industry in Iceland, but also one of the most dangerous and therefore it is paramount that the safety of fishermen be as good as it can get. The safety management system analyzes systematically the way in which accidents occur on board ships. Various reviews have been conducted on safety management systems for fishing vessels, however a system that fits for all or a large group of fishing vessels has not yet been put together in Iceland.
    In this thesis the author looked into what has been done to establish safety management systems in fishing vessels in Iceland, in cooperation with three fishing operators in Vestmannaeyjar. The three fishing operators were sent a questionnaire to be answered on board four ships in an attempt to answer the following research questions:
    1) What is the necessity and how could the implementation of a safety management system for fishing vessels in Iceland be configured?
    2) Who should be responsible for safety on board fishing vessels in Iceland?
    3) Is it wise to put the inspection process in the hands of the shipping company and the crew?
    The results reveal answers to research questions. The need for a safety management system on fishing vessels in Iceland is substantial. Especially when larger companies are involved. Furthermore, the author thinks that the fishing companies should be responsible for hiring a person or persons that is the title designated person on board and is therefore responsible for safety on board. Finally, the author thinks it could be beneficial to put the inspection process in the hands of the shipping company or the crew, that is if it would be conducted accordingly. The implementation of self inspection should be done in cooperation with the owners and crew and it should be considered to make this inpspection legally binding so the fisihing companies will be obligated to enforce these inspections.
    Keywords: Fishing Vessel, Safety Management, risk assessment, self inspection.

Samþykkt: 
  • 1.7.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22320


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Öryggisstjórnunarkerfi fyrir fiskiskip Rannveig Ísfjörð_loka.pdf1.89 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna