is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22325

Titill: 
  • Samanburður óvígðrar sambúðar og hjúskapar með hliðsjón af erfðarétti: Er breytinga þörf á erfðalögum nr. 8/1962?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér á landi er enga heildstæða löggjöf að finna um óvígða sambúð en víða í íslenskum rétti má finna ákvæði sem taka til þessa sambúðarforms.
    Þá gefa hinar ýmsu vísbendingar til kynna að fólk þekkir almennt ekki muninn á þeim lagareglum sem gilda um einstaklinga í óvígðri sambúð og hjúskap.
    Engin gagnkvæmur erfðaréttur ríkir á milli sambúðarfólks, ólíkt því sem gildir um einstaklinga í hjúskap. Það er því meginviðfangsefni ritgerðarinnar að bera saman þessar tvær tegundir sambúðarforma með sérstakri hliðsjón af ákvæðum erfðalaga nr. 8/1962.
    Efnisskipan er svo háttað að fyrst verða sambúðarformin tvö skilgreind og skilyrði þeirra skoðuð. Næst verður fjallað um erfðarétt með almennri umfjöllun og samanburðinum á óvígðri sambúð og hjúskap gerð skil. Þá verður norræn löggjöf athuguð en í því sambandi er litið til hinna Norðurlandanna og skoðað hvernig löggjöf þeirra er háttað er varðar óvígða sambúð með hliðsjón af erfðarétti. Að lokum verður spurningunni um hvort ástæða sé til breytinga á íslensku erfðalögunum svarað með almennri umfjöllun. Álit fræðimanna verða reifuð ásamt því að höfundur mun gera grein fyrir sinni afstöðu. Að endingu má sjá samantekt og niðurstöðu í lokaorðum.

Samþykkt: 
  • 2.7.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22325


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð.pdf319.08 kBLokaður til...01.07.2025HeildartextiPDF